Erlent

Saksóknari kærir Punxsutawney Phil fyrir rangan spádóm

Saksóknari í Butler sýslu í Ohio hefur lagt fram kæru gegn múrmeldýrinu Punxsutawney Phil vegna þess að dýrið sagði rangt til um komu vorsins í upphafi ár.

Múrmeldýrið spáði því að vorið kæmi snemma en ekkert bólar á því enn og raunar eru miklar vetrarhörkur að hrjá Bandaríkjamenn víða í landinu þessa daganna.

Saksóknarinn segir að hinn rangi spádómur sé lögbrot gegn friði og virðingu Ohio ríkis.

Forráðamenn múrmeldýrsins segja að þeir muni taka til varna í málinu og berjast af öllu afli gegn því að múrmeldýrið verði framselt til Ohio ef ákveðið verður að vísa málinu til dómstóls þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×