Enski boltinn

Aron Einar fékk lítið að spila í sigri Cardiff

Nordic Photos / Getty Images
Peter Whittingham tryggði nýliðum Cardiff 1-0 sigur á West Brom í ensku úrvalsdeildinni í dag. Markið skoraði hann í seinni hálfleik.

Cardiff byrjaði betur en náði ekki að skora, þrátt fyrir ágætar tilraunir Peter Odemwingie og Steven Caulker.

Gareth McAuley var svo nálægt því að koma West Brom yfir í upphafi seinni hálfleiks en miðjumaðurinn Gary Medel varði skot hans á línu.

Whittingham skoraði svo sigurmark Cardiff með skalla á 65. mínútu eftir fyrirgjöf Craig Noone.

Aron Einar Gunnarsson kom inn á sem varamaður fyrir Medel á 87. mínútu en með sigrinum í dag komst Cardiff upp í fjórtánda sæti deildarinnar og er nú með sautján stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×