Þegar George Weah skaut Val út úr Evrópu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. desember 2013 12:45 Nordicphotos/AFP Valsmenn veittu frönsku meisturunum í AS Monaco svo sannarlega verðuga keppni í 1. umferð Evrópukeppni Meistaraliða árið 1988. Valsmenn höfðu á að skipa frábæru liði og gerðu sér lítið fyrir og unnu 1-0 sigur í fyrri leiknum á Laugardalsvelli. Atli Eðvaldsson, sem lék sem afturliggjandi framherji í leiknum, skoraði sigurmarkið á 56. mínútu eftir fyrirgjöf frá Val Valssyni. „Heppnin var með okkur,“ sagði Arsene Wenger, þjálfari Monaco, sem þótti sitt lið sleppa vel frá Laugardalsvelli með eins marks tap. Enski landsliðsmaðurinn Glenn Hoddle sagði Valsliðið hafa minnt sig á lið Wimbledon á Englandi. „Við hefðum samt vel getað tapað 3-0,“ sagði Hoddle um Valsliðið sem þótti sitt lið sleppa vel frá Laugardalsvelli með eins marks tap. Enski landsliðsmaðurinn Glenn Hoddle sagði Valsliðið hafa minnt sig á lið Wimbledon á Englandi. Meðal leikmanna Monaco í leiknum voru frönsku landsliðsmennirnir Manuel Amoros, Patrick Battiston auk Hoddle og þekkts framherja sem átti eftir að gera gæfumuninn fyrir franska liðið í síðari leiknum. Í síðari leiknum í Frakklandi var það markvörður Valsmanna, Guðmundur H. Baldursson, sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 15. mínútu. Guðmundi mistókst að grípa hornspyrnu, reyndi svo að spyrna knettinum frá en ekki vildi betur til en svo að boltinn fór af stönginni og í netið. Sigurmarkið var þó af dýrari gerðinni. Líberíumaður nokkur að nafni George Weah tók þá boltann niður af mikilli snilld við miðjuhringinn. Skipti engum toga heldur hljóp hann rakleiðis í átt að marki og lét svo vaða af löngu færi. Í markhorninu hafnaði boltinn með þvílíkum krafti að Guðmundur í markinu átti ekki möguleika. „Ég lék á tvo menn og leit þá upp og sá möguleikann á að skjóta. Ég hitti boltann vel og það er reglulega gaman að skora svona mark. Vörn Vals er erfið viðureignar og vel skipulögð,“ sagði Weah í leikslok. Valsmenn féllu því úr leik 2-1 samanlagt. Markið frá Weah má sjá í stuttri samantekt úr leiknum hér að ofan. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Valsmenn veittu frönsku meisturunum í AS Monaco svo sannarlega verðuga keppni í 1. umferð Evrópukeppni Meistaraliða árið 1988. Valsmenn höfðu á að skipa frábæru liði og gerðu sér lítið fyrir og unnu 1-0 sigur í fyrri leiknum á Laugardalsvelli. Atli Eðvaldsson, sem lék sem afturliggjandi framherji í leiknum, skoraði sigurmarkið á 56. mínútu eftir fyrirgjöf frá Val Valssyni. „Heppnin var með okkur,“ sagði Arsene Wenger, þjálfari Monaco, sem þótti sitt lið sleppa vel frá Laugardalsvelli með eins marks tap. Enski landsliðsmaðurinn Glenn Hoddle sagði Valsliðið hafa minnt sig á lið Wimbledon á Englandi. „Við hefðum samt vel getað tapað 3-0,“ sagði Hoddle um Valsliðið sem þótti sitt lið sleppa vel frá Laugardalsvelli með eins marks tap. Enski landsliðsmaðurinn Glenn Hoddle sagði Valsliðið hafa minnt sig á lið Wimbledon á Englandi. Meðal leikmanna Monaco í leiknum voru frönsku landsliðsmennirnir Manuel Amoros, Patrick Battiston auk Hoddle og þekkts framherja sem átti eftir að gera gæfumuninn fyrir franska liðið í síðari leiknum. Í síðari leiknum í Frakklandi var það markvörður Valsmanna, Guðmundur H. Baldursson, sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 15. mínútu. Guðmundi mistókst að grípa hornspyrnu, reyndi svo að spyrna knettinum frá en ekki vildi betur til en svo að boltinn fór af stönginni og í netið. Sigurmarkið var þó af dýrari gerðinni. Líberíumaður nokkur að nafni George Weah tók þá boltann niður af mikilli snilld við miðjuhringinn. Skipti engum toga heldur hljóp hann rakleiðis í átt að marki og lét svo vaða af löngu færi. Í markhorninu hafnaði boltinn með þvílíkum krafti að Guðmundur í markinu átti ekki möguleika. „Ég lék á tvo menn og leit þá upp og sá möguleikann á að skjóta. Ég hitti boltann vel og það er reglulega gaman að skora svona mark. Vörn Vals er erfið viðureignar og vel skipulögð,“ sagði Weah í leikslok. Valsmenn féllu því úr leik 2-1 samanlagt. Markið frá Weah má sjá í stuttri samantekt úr leiknum hér að ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira