Erlent

Kirkjan La Sagrada Família 144 ár í byggingu

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Á hverju ári heimsækja um tvær milljónir ferðamanna kirkjuna.
Á hverju ári heimsækja um tvær milljónir ferðamanna kirkjuna. mynd/AFP
Byggingu La Sagrada Família, sem er ein fræagasta kirkjubygging heims, á að ljúka árið 2026. Bygging hennar hófst árið 1882. Politiken segir frá.

Kirkjan er talin vera eitt mesta undur í sögu arkitektúrsins en hún var hönnuð af Antoni Gaudí, frægasta arkitekts Spánar. 

Hér að neðan er myndband sem sýnir hvernig kirkjan kemur til með að líta út þegar henni verður að fullu lokið. Árið 2026 hefur kirkjan verið i 144 ár í byggingu.

Kirkjan er alfrægasta kennileiti Barcelona. Hæstu turnar kirkjunnar teygja sig 170 metra upp í loft og á hverju ári heimsækja um tvær milljónir ferðamanna kirkjuna, en það er svipað og fjöldi ferðamanna sem fer um flugstöð Leifs Eiríkssonar á ári hverju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×