Erlent

Meðlimur Pussy Riot kominn í leitirnar

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Tolokonnikova fór í hungurverkfall þann 23. september til að mótmæla slæmum aðbúnaði og ofbeldi í Mordovia-fangelsinu.
Tolokonnikova fór í hungurverkfall þann 23. september til að mótmæla slæmum aðbúnaði og ofbeldi í Mordovia-fangelsinu. mynd/afp

Nadezhda Tolokonnikova, einn meðlima rússnesku kvennapönksveitarinnar Pussy Riot, er komin í leitirnar eftir að ekkert hafði til hennar spurst í 26 daga. Yfirvöld í Rússlandi vildu ekki gefa upplýsingar um afdrif hennar þar til í gær, þegar tilkynnt var að hún hefði verið flutt á sjúkrahús fanganýlendu í Síberíu.

Tolokonnikova fór í hungurverkfall þann 23. september til að mótmæla slæmum aðbúnaði og ofbeldi í Mordovia-fangelsinu, þar sem hún var áður. Óttast var að hún væri með berkla en að sögn fréttamanns BBC er hún við góða heilsu og gengst nú undir rannsóknir vegna hungurverkfallsins.

Pyoter Verzilov, eiginmaður Tolokonnikovu, sagði í samtali við Rolling Stone á dögunum að hann teldi yfirvöld vilja útiloka eiginkonu sína frá umheiminum vegna mótmæla hennar. Tolokonnikova var handtekin á síðasta ári ásamt tveimur öðrum konum í hljómsveitinni, eftir uppákomu í dómkirkjunni í Moskvu, þar sem hljómsveitin efndi til mótmæla gegn rússneskum stjórnvöldum. Þær hlutu tveggja ára fangelsisdóma.

Pussy Riot efndi til mótmæla gegn rússneskum stjórnvöldum í dómkirkjunni í Moskvu. Þrír meðlimir sveitarinnar fengu tveggja ára fangelsisdóma í kjölfarið.

Tengdar fréttir

Meðlimur Pussy Riot sendur á spítala

Maria Alekhina, meðlimur rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot, var send á spítala fyrr í dag. Hún situr í fangelsi og hefur verið í hungurverkfalli í sjö daga

Meðlimi Pussy Riot synjað um reynslulausn

Réttur í Rússlandi hafnaði í dag beiðni Nadezhda Tolokonnikova um reynslulausn. Hún er meðlimur í Pussy Riot og hefur setið í fangelsi frá því mars á síðasta ári.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×