Erlent

Meðlimur Pussy Riot sendur á spítala

Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar
Maria Alyokhina hefur verið í hungurverkfalli í sjö daga.
Maria Alyokhina hefur verið í hungurverkfalli í sjö daga.

Maria Alekhina, meðlimur rússnesku pönksveitarinnar Pussy Riot, var send á spítala fyrr í dag. Hún situr í fangelsi og hefur verið í hungurverkfalli í sjö daga. Hún ákvað að fara í hungurverkfall eftir að henni var bannað að vera viðstödd ákvörðun um mögulega reynslulausn hennar á miðvikudag í síðustu viku. Dómarar höfnu beiðni hennar um reynslulausnina.

Alekhina var ásamt tveimur öðrum meðlimum Pussy Riot dæmd í tveggja ára fangelsi síðastliðið haust fyrir þátttöku sína í mótmælum gegn Vladimir Pútín. Í bréfi sem hún skrifaði í gær kemur fram að yfirmenn fangelsisins hafi reynt að snúa öðrum föngum gegn henni. Þetta hafi verið gert með því að herða öryggisreglur og þrengja þannig að föngunum í aðdraganda ákvörðunar um reynslulausn hennar. Hún hefur áður greint frá því að yfirmenn í fangelsinu hafi hvatt hættulega fanga til að ógna henni og hóta.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×