Enski boltinn

Messan: Enginn sá ástæðu til að dekka Henderson

Stefán Árni Pálsson skrifar
Arsenal vann góðan sigur á Liverpool, 2-0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina.

Guðmundur Benediktsson ræddi varnarleik Arsenal í Messunni ásamt gestum sínum þeim Hjörvari Hafliðasyni og Bjarna Guðjónssyni  í gær en eitt atvik stóð uppúr.

Þegar átta mínútur voru liðnar af leiknum virtust varnarmenn Arsenal einfaldlega hleypa Jordan Henderson, leikmann Liverpool, í gegn og höfðu frekar gætur á öðrum hættulegum leikmönnum.

Henderson náði skoti á markið en það var laflaust og langt framhjá.

„Þeir hreinlega niðurlægja Henderson,“ sagði Hjörvar Hafliðason í þættinum í gær en hægt er að sjá alla umræðuna með því að smella hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×