Erlent

Obama fundar með repúblikönum

Gunnar Valþórsson skrifar
Mikið gengur á í Hvíta húsinu nú um stundir.
Mikið gengur á í Hvíta húsinu nú um stundir. AP
Háttsettir Repúblikanar á Bandaríkjaþingi áttu í nótt fund með Barack Obama forseta í Hvíta húsinu þar sem menn reyndu að finna lausn á þeirri alvarlegu deilu sem nú er á milli fylkinga á þingi um fjárlög og hið umdeilda sjúkratryggingakerfi sem nýlega var lögfest.

Fundurinn stóð í níutíu mínútur og segja fulltrúar beggja að hann hafi gengið vel án þess að nokkur niðurstaða hafi fengist í málið. Repúblikanar hafa boðið forsetanum að hækka skuldaþak ríkisins tímabundið, svo ekki komi til þess að Bandaríkin hætti að geta greitt af skuldum sínum, en í staðinn vilja þeir fá sínu fram í umræðunum um fjárlögin en sú deila hefur að hluta til lamað opinbera þjónustu í landinu. Búist er við frekari fundarhöldum í dag og næstu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×