Erlent

Ríkisstofnanir í Bandaríkjunum opna á ný

Gunnar Valþórsson skrifar
Og nú snemma í morgun undirritaði Obama forseti lögin.
Og nú snemma í morgun undirritaði Obama forseti lögin. AP
Fulltrúadeildin á Bandaríkjaþingi samþykkti seint í nótt frumvarp sem gerir það að verkum að ríkisstofnanir sem hafa verið lokaðar í tæpar þrjár vikur opna á ný og hægt verður að hækka skuldaþak ríkisins.

Ef sættir hefðu ekki náðst í málinu hefðu stjórnvöld ekki getað staðið skil á skuldum ríkisins en frestur til þess hefði runnið út í dag. Frumvarpið var fyrst lagt fram í Öldungadeild þingsins þar sem það var samþykkt með áttatíu og einu atkvæði gegn átján og síðan fór það í gegnum fulltrúadeildina. Þar mætti það heldur meiri andstöðu, var samþykkt með 285 atkvæðum en 144 repúblikanar voru þó andvígir því.

Forysta Repúblikanaflokksins hafði þó samþykkt málamiðlunina, en með semingi þó, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Og nú snemma í morgun undirritaði Obama forseti lögin. Hann sendi um leið þingmönnum tóninn og sagði þá þurfa að vinna sér inn traust almennings að nýju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×