Grétar Rafn leggur skóna á hilluna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. september 2013 08:57 Grétar Rafn Steinsson. Mynd/Twitter Landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson hefur gengið frá samningsslitum við tyrkneska félagið Kayserispor. Siglfirðingurinn hefur þó langt í frá slitið tengslin við fótboltann. Grétar Rafn samdi við tyrkneska félagið sumarið 2012 og spilaði fyrstu leikina með liðinu síðustu leikíð. Bakvörðurinn meiddist hins vegar í nóvember og hefur ekkert leikið síðan. Hann segir í viðtali við DV að meiðslin hafi verið þess eðlis að 90 prósent líkur hafi verið á því að ferlinum væri lokið. „En þrátt fyrir það þá gafst maður aldrei upp og möguleikinn á að leika á HM með landsliðinu var eitthvað sem maður notaði sem gulrót, fór tvisvar í líkamsrækt á dag, hitti sérfræðinga og reyndi allt sem maður gat til að komast á HM,“ segir Grétar Rafn í viðtalinu. Eftir því sem tíminn hafi liðið og fleiri sérfræðingar tilkynnt honum að þeir þorðu ekki að skera hann upp hafi vonin dvínað. Nú hafi hann gengið frá sínum málum í Tyrklandi en hvergi nærri hættur viðskiptum af knattspyrnu. Grétar Rafn segir að sér standi til boða að starfa hjá AZ Alkmaar. Hollenska félagið, sem Grétar Rafn spilaði hjá á sínum tíma, tilkynnti honum að það vildi hann til starfa á næsta ári. Ekki liggur fullkomleg ljóst fyrir hvers eðlis starfið sé en Grétar Rafn segist þó ekki ætla að pússa neina skó hjá félaginu. Siglfirðingurinn ætlar að nýta tímann vel þangað til hann mætir til AZ. Hann er á ferð og flugi að kynnast félögum víða um heim. Framundan eru heimsóknir til Liverpool, West Brom, félaga í Kanada og Búlgaríu. Hann vilji læra sem mest svo hann mæti ekki grænn á bak við eyrun til starfa hjá AZ. Grétar Rafn, sem lék 46 sinnum fyrir A-landslið Íslands og skoraði fjögur mörk reiknar ekki með því að starfa í framtíðinni sem knattspyrnustjóri. Heldur ekki sem umboðsmaður en það sé harður bransi.Grétar Rafn á æfingu með íslenska landsliðinu.„Ef þú lítur á íslenska markaðinn þá eru ekki margir leikmenn sem geta haldið bolta á lofti sem ekki eru komnir með umboðsmann. Það eru allir með umboðsmann þó þeir eigi kannski ekki möguleika á því að verða nokkurn tímann atvinnumenn,“ segir Grétar Rafn í viðtalinu við DV. Sjálfur lenti Grétar Rafn í því að umboðsmaður hans hjá Bolton, og einn af hans bestu vinum, reyndist starfa á fölskum forsendum. Fór svo að Bolton neitaði að semja við Grétar Rafn í gegnum viðkomandi mann sem taldi sig verða af tekjumissi fyrir vikið. Eftir að hafa fengið neitun á greiðslu frá Bolton mætti hann ásamt öðrum karlmanni heim til Grétars Rafns og krafði hann um greiðslu. „Ég samþykkti að gera það vegna þess að þeir voru þarna heima hjá mér og þarna kominn maður sem ég hafði aldrei séð áður. Mun stærri í vexti en ég,“ segir Grétar Rafn. Í kjölfarið hafi hann fengið sér öryggisverði til að vera fyrir utan húsið. Skilnaðarmál Grétars Rafns við eiginkonu sína fyrir nokkrum árum varð þess valdandi að hann gaf ekki kost á sér í verkefni með landsliðinu. Hann segist oft hafa komist í klandur hjá félagsliðum sínum fyrir að spila með landsliðinu gegn vilja forráðamanna félaganna, bæði hjá Bolton og í Tyrklandi.Viðtalið í heild sinni má sjá í DV í dag. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson hefur gengið frá samningsslitum við tyrkneska félagið Kayserispor. Siglfirðingurinn hefur þó langt í frá slitið tengslin við fótboltann. Grétar Rafn samdi við tyrkneska félagið sumarið 2012 og spilaði fyrstu leikina með liðinu síðustu leikíð. Bakvörðurinn meiddist hins vegar í nóvember og hefur ekkert leikið síðan. Hann segir í viðtali við DV að meiðslin hafi verið þess eðlis að 90 prósent líkur hafi verið á því að ferlinum væri lokið. „En þrátt fyrir það þá gafst maður aldrei upp og möguleikinn á að leika á HM með landsliðinu var eitthvað sem maður notaði sem gulrót, fór tvisvar í líkamsrækt á dag, hitti sérfræðinga og reyndi allt sem maður gat til að komast á HM,“ segir Grétar Rafn í viðtalinu. Eftir því sem tíminn hafi liðið og fleiri sérfræðingar tilkynnt honum að þeir þorðu ekki að skera hann upp hafi vonin dvínað. Nú hafi hann gengið frá sínum málum í Tyrklandi en hvergi nærri hættur viðskiptum af knattspyrnu. Grétar Rafn segir að sér standi til boða að starfa hjá AZ Alkmaar. Hollenska félagið, sem Grétar Rafn spilaði hjá á sínum tíma, tilkynnti honum að það vildi hann til starfa á næsta ári. Ekki liggur fullkomleg ljóst fyrir hvers eðlis starfið sé en Grétar Rafn segist þó ekki ætla að pússa neina skó hjá félaginu. Siglfirðingurinn ætlar að nýta tímann vel þangað til hann mætir til AZ. Hann er á ferð og flugi að kynnast félögum víða um heim. Framundan eru heimsóknir til Liverpool, West Brom, félaga í Kanada og Búlgaríu. Hann vilji læra sem mest svo hann mæti ekki grænn á bak við eyrun til starfa hjá AZ. Grétar Rafn, sem lék 46 sinnum fyrir A-landslið Íslands og skoraði fjögur mörk reiknar ekki með því að starfa í framtíðinni sem knattspyrnustjóri. Heldur ekki sem umboðsmaður en það sé harður bransi.Grétar Rafn á æfingu með íslenska landsliðinu.„Ef þú lítur á íslenska markaðinn þá eru ekki margir leikmenn sem geta haldið bolta á lofti sem ekki eru komnir með umboðsmann. Það eru allir með umboðsmann þó þeir eigi kannski ekki möguleika á því að verða nokkurn tímann atvinnumenn,“ segir Grétar Rafn í viðtalinu við DV. Sjálfur lenti Grétar Rafn í því að umboðsmaður hans hjá Bolton, og einn af hans bestu vinum, reyndist starfa á fölskum forsendum. Fór svo að Bolton neitaði að semja við Grétar Rafn í gegnum viðkomandi mann sem taldi sig verða af tekjumissi fyrir vikið. Eftir að hafa fengið neitun á greiðslu frá Bolton mætti hann ásamt öðrum karlmanni heim til Grétars Rafns og krafði hann um greiðslu. „Ég samþykkti að gera það vegna þess að þeir voru þarna heima hjá mér og þarna kominn maður sem ég hafði aldrei séð áður. Mun stærri í vexti en ég,“ segir Grétar Rafn. Í kjölfarið hafi hann fengið sér öryggisverði til að vera fyrir utan húsið. Skilnaðarmál Grétars Rafns við eiginkonu sína fyrir nokkrum árum varð þess valdandi að hann gaf ekki kost á sér í verkefni með landsliðinu. Hann segist oft hafa komist í klandur hjá félagsliðum sínum fyrir að spila með landsliðinu gegn vilja forráðamanna félaganna, bæði hjá Bolton og í Tyrklandi.Viðtalið í heild sinni má sjá í DV í dag.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira