Erlent

Mál Pistoriusar tekur á sig skýrari mynd

Oscar Pistorius í réttarsalnum.
Oscar Pistorius í réttarsalnum. Nordicphotos/AFP
Málsóknin á hendur suður-afríska spretthlauparanum Oscar Pistorius hefur verið að taka á sig skýrari mynd nú í vikunni.

Á mánudaginn var honum birt formleg ákæra fyrir morð að yfirlögðu ráði. Saksóknari hefur jafnframt birt lista yfir 107 manns, sem hugsanlega verða kölluð til vitnis. Meðal þeirra eru nágrannar hans, fyrrverandi kærasta hans og maður sem segist hafa orðið fyrir hótunum frá honum.

Á skýringarmyndum hér að neðan er lið fyrir lið gerð grein fyrir atburðarásinni nóttina örlagaríku í febrúar þegar unnusta hans, Reeva Steenkamp, lést af völdum byssuskota á heimili hans. Báðum hliðum málsins eru gerð skil, bæði ásökunum ákæruvaldsins og málsvörn Pistoriusar.



Lögmenn Pistoriusar hafa síðan staðfest að fjölskylda hans hafi átt í samskiptum við fjölskyldu Reevu Steenkamp í von um að samið verði um bótagreiðslur utan dómstóla. Suður-afríska dagblaðið Times fullyrðir að fjölskylda Steenkamps vilji fá jafnvirði tæplega 36 milljóna króna í bætur frá Pistorius.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×