Siggi Hallvarðs gengur úr Hveragerði til Reykjavíkur 27. ágúst 2013 11:30 Sigurður Hallvarðsson, fyrrum leikmaður Þróttar, mun á föstudaginn ganga frá Hveragerði að Ljósinu á Langholtsvegi. Með göngunni vill hann veita Ljósinu stuðning og endurgjalda samtökunum þakklæti sitt. Ganga Sigurðar hefst á föstudagsmorgun klukkan 6 við bensínstöð Orkunnar í Hveragerði. Allir eru velkomnir að slást í för með Sigurði og sýna stuðning sinn í verki. Hægt er að leggja söfnunni lið með því að hringja í eftirfarandi símanúmer. 901-5011 = 1.000,- 901-5013 = 3.000,- 901-5015 = 5.000,- Einnig er hægt að leggja inn frjáls framlög á reikning göngunnar 0513-26-50050 kt. 590406-074Nánari upplýsingar má fá á heimasíðu Ljóssins. Í spilaranum hér að ofan má sjá þegar íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson tók hús á Sigurði á dögunum. Þá ritaði Sigurður pistil á dögunum sem sjá má hér að neðan. Pistill SigurðarSigurður Helgi Hallvarðsson heiti ég og er heilakrabbameinssjúklingur. Ég greindist með æxli apríl 2004 þannig að ég hafði fengið flog heima og var settur í rannsókn í kjölfarið. Flogalyf tóku svo við en ákveðið var að gera ekkert þar sem grunur var að þetta væri bara æxli af annarri gráðu. Stigin er fjögur og saklaus kallast þau ef þau eru á fysta stigi og jafnvel öðru stigi. Ný tæki komu til landsins í janúar 2005 og var mér skellt þar inn til að greina frekar. Þá fékk ég greininguna að grunur væri að um þriðja stig væri að ræða og fyrsti uppskurður var gerður í mars 2005. 1 æxli fjarlægt. Geislameðferð í kjölfarið. 2007 var annar uppskurður gerður en þá var komið annað æxli í aðgerðarholuna og það var tekið. Lyfjameðferð í kjölfarið. 2009 var þriðji uppskurðurinn og þá var æxli vaxið inn af því fyrsta en þarna 2005 lagði doksinn bara ekki í að fara svona innarlega í heilann og er ég mjög svo þakklátur fyrir það því þarna kom að því að heppnin var ekki með mér því núna lamaðist ég í kjölfarið vinstra megin í líkamanum og við tók stíf endurhæfing á Grensás og lyfjameðferð svona samhliða því. 2011 var fjórða aðgerðin gerð þá var eitt enn furðuverkið vaxið þar sem engin heilavefur var til að nærast á en samt gat það komið sér þarna fyrir. Jafnað mig fljótt og engin meðferð! 2012 fimmta aðgerðin og nú voru það tvö æxli sem voru búin að koma sér makindalega fyrir. Lyfjameðferð í kjölfarið! 2013 sjötta aðgerðin og doktorarnir ekki alveg sammála um hvort aðgerð ætti að vera gerð eður ei en ég vildi aðgerð svo það var gert. 4 æxli sem sáust á mynd og 3 af þeim voru fjarlægð en eitt var það innarlega að það var látið vera. 2013 mai fór ég í myndartöku og nú logaði heilinn af mér af mörgum illkvittnum æxlum sem sendu þau skilaboð um að ekkert væri hægt að gera og eftir ráðleggingar hjá Doksanum þá hafnaði ég lyfjameðferð en geislameðferð var ekki í boði þar sem heilinn hefði steikst allur með æxlaskömmunum. Sumarið hefur verið gott, ekki mikið um verki eða önnur óþægindi nema að daparar hugsanir koma upp við og við en stór og mikil fjölskylda og enn stærri fótboltafjölskylda standa við bakið á mér þannig að ég ákveð að lifa lífinu þar til annað kemur í ljós en minn tími er lítill eftir hér jörð! En hann ætla ég að nota. Ljósið hefur gert margt og mikið fyrir mig og í það fyrsta hefur það verið staður þar sem ég get alltaf litið við og alltaf einhver sem vill tala við mig og það er visst öryggi að hafa festu í lífinu og það hefur Ljósið verið fyrir mig og marga marga aðra. Ég vil á einhvern hátt fá að endurgjalda Ljósinu þakklæti mitt og gera það sem í mínu valdi stendur til að starfsemin þar fái að ganga áfram og fleiri fái að njóta stuðningsins sem þau þarna öll bjóða upp á. Íslenski boltinn Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Sigurður Hallvarðsson, fyrrum leikmaður Þróttar, mun á föstudaginn ganga frá Hveragerði að Ljósinu á Langholtsvegi. Með göngunni vill hann veita Ljósinu stuðning og endurgjalda samtökunum þakklæti sitt. Ganga Sigurðar hefst á föstudagsmorgun klukkan 6 við bensínstöð Orkunnar í Hveragerði. Allir eru velkomnir að slást í för með Sigurði og sýna stuðning sinn í verki. Hægt er að leggja söfnunni lið með því að hringja í eftirfarandi símanúmer. 901-5011 = 1.000,- 901-5013 = 3.000,- 901-5015 = 5.000,- Einnig er hægt að leggja inn frjáls framlög á reikning göngunnar 0513-26-50050 kt. 590406-074Nánari upplýsingar má fá á heimasíðu Ljóssins. Í spilaranum hér að ofan má sjá þegar íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson tók hús á Sigurði á dögunum. Þá ritaði Sigurður pistil á dögunum sem sjá má hér að neðan. Pistill SigurðarSigurður Helgi Hallvarðsson heiti ég og er heilakrabbameinssjúklingur. Ég greindist með æxli apríl 2004 þannig að ég hafði fengið flog heima og var settur í rannsókn í kjölfarið. Flogalyf tóku svo við en ákveðið var að gera ekkert þar sem grunur var að þetta væri bara æxli af annarri gráðu. Stigin er fjögur og saklaus kallast þau ef þau eru á fysta stigi og jafnvel öðru stigi. Ný tæki komu til landsins í janúar 2005 og var mér skellt þar inn til að greina frekar. Þá fékk ég greininguna að grunur væri að um þriðja stig væri að ræða og fyrsti uppskurður var gerður í mars 2005. 1 æxli fjarlægt. Geislameðferð í kjölfarið. 2007 var annar uppskurður gerður en þá var komið annað æxli í aðgerðarholuna og það var tekið. Lyfjameðferð í kjölfarið. 2009 var þriðji uppskurðurinn og þá var æxli vaxið inn af því fyrsta en þarna 2005 lagði doksinn bara ekki í að fara svona innarlega í heilann og er ég mjög svo þakklátur fyrir það því þarna kom að því að heppnin var ekki með mér því núna lamaðist ég í kjölfarið vinstra megin í líkamanum og við tók stíf endurhæfing á Grensás og lyfjameðferð svona samhliða því. 2011 var fjórða aðgerðin gerð þá var eitt enn furðuverkið vaxið þar sem engin heilavefur var til að nærast á en samt gat það komið sér þarna fyrir. Jafnað mig fljótt og engin meðferð! 2012 fimmta aðgerðin og nú voru það tvö æxli sem voru búin að koma sér makindalega fyrir. Lyfjameðferð í kjölfarið! 2013 sjötta aðgerðin og doktorarnir ekki alveg sammála um hvort aðgerð ætti að vera gerð eður ei en ég vildi aðgerð svo það var gert. 4 æxli sem sáust á mynd og 3 af þeim voru fjarlægð en eitt var það innarlega að það var látið vera. 2013 mai fór ég í myndartöku og nú logaði heilinn af mér af mörgum illkvittnum æxlum sem sendu þau skilaboð um að ekkert væri hægt að gera og eftir ráðleggingar hjá Doksanum þá hafnaði ég lyfjameðferð en geislameðferð var ekki í boði þar sem heilinn hefði steikst allur með æxlaskömmunum. Sumarið hefur verið gott, ekki mikið um verki eða önnur óþægindi nema að daparar hugsanir koma upp við og við en stór og mikil fjölskylda og enn stærri fótboltafjölskylda standa við bakið á mér þannig að ég ákveð að lifa lífinu þar til annað kemur í ljós en minn tími er lítill eftir hér jörð! En hann ætla ég að nota. Ljósið hefur gert margt og mikið fyrir mig og í það fyrsta hefur það verið staður þar sem ég get alltaf litið við og alltaf einhver sem vill tala við mig og það er visst öryggi að hafa festu í lífinu og það hefur Ljósið verið fyrir mig og marga marga aðra. Ég vil á einhvern hátt fá að endurgjalda Ljósinu þakklæti mitt og gera það sem í mínu valdi stendur til að starfsemin þar fái að ganga áfram og fleiri fái að njóta stuðningsins sem þau þarna öll bjóða upp á.
Íslenski boltinn Mest lesið Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn