Utan vallar: Góðir hlutir gerast hægt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2013 08:00 Stelpurnar okkar á æfingu á Laugardalsvelli. Mynd/Arnþór Stjórn Knattspyrnusambands Íslands veltir þessa dagana fyrir sér næstu skrefum í leit sinni að nýjum landsliðsþjálfara kvenna í knattspyrnu. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fráfarandi þjálfari liðsins, tilkynnti fyrir tæpum tveimur vikum að hann myndi ekki halda starfi sínu áfram þótt honum stæði það til boða. Þorlákur Árnason, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, var efstur á óskalista KSÍ. Þorlákur hugsaði málið í nokkra daga en afþakkaði svo boðið. Ekki liggur ljóst fyrir hvort KSÍ hafi boðið öðrum þjálfara starfið. Nöfn Elísabetar Gunnarsdóttur, þjálfara Kristianstad í Svíþjóð, og Freys Alexanderssonar, þjálfara Leiknis í 1. deild karla, hafa verið nefnd til sögunnar. Bæði hafa mikla reynslu af þjálfun kvennaliða og hafa þjálfað stóran hluta leikmanna landsliðsins. Þau voru hins vegar samtaka í svörum um helgina og sögðust ekkert hafa heyrt frá KSÍ.Fjórar vikur í mikilvæga leiki Nafn Heimis Hallgrímssonar, aðstoðarþjálfara karlalandsliðsins, hefur einnig verið nefnt. Heimir hefur reynslu af þjálfun kvenna en fram undan er lokaspretturinn í undankeppni HM 2014 hjá körlunum. Á sama tíma þyrfti nýr landsliðsþjálfari að hafa hraðar hendur en töluvert verk þarf að vinna hjá kvennalandsliðinu á stuttum tíma, enda viss kynslóðaskipti að eiga sér stað. Fyrsti leikur í undankeppni HM 2015 í Kanada verður hér heima gegn Sviss 26. september og mánuði síðar verður spilað í Serbíu. Fjórar vikur eru ekki langur tími fyrir nýjan þjálfara að kynna sér leikmenn landsliðsins og stöðu mála og taka erfiðar og áhrifamiklar ákvarðanir sem gætu verið mótandi fyrir liðið næstu árin. Þá er óvíst að allir leikmenn gefi áfram kost á sér. KSÍ er vandi á höndum að velja þjálfara. Hann hefur hingað til verið í hlutastarfi, sem virkaði ágætlega í tilfelli Sigurðar Ragnar sem er einnig fræðslustjóri KSÍ. Er hægt að ráða mann í fullt starf landsliðsþjálfara? Eða þarf að semja um starfshlutfall við þjálfara sem að sama skapi þyrfti þá að ræða við vinnuveitanda sinn? Hætt er við að hamagangurinn sem færi í gang gæti á endanum komið niður á vinnu nýs þjálfara og í framhaldinu á liðinu.Flaggskipið í húfi Augljósa lausnin virðist vera að ráða þjálfara í tímabundið starf fyrir leikina tvo nú í haust. Mögulega gæti þjálfarateymi karlalandsliðsins tekið að sér að stýra liðinu í leikjunum og vafalítið væri hægt að sækja í smiðju fleiri. Að loknum leiknum í Serbíu 31. október líða fimm mánuðir fram að næsta leik í undankeppninni. Á svipuðum tíma lýkur tímabili flestra okkar landsliðskvenna hér heima, í Noregi og Svíþjóð, og þjálfara sömuleiðis. Þann tíma væri gott að nota til þess að vinna faglega að því að fá hæfan og metnaðarfullan þjálfara fyrir stelpurnar okkar, miklu frekar en að ráða nýjan þjálfara á hundahlaupum korteri fyrir undankeppni. Fótbolti Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Sjá meira
Stjórn Knattspyrnusambands Íslands veltir þessa dagana fyrir sér næstu skrefum í leit sinni að nýjum landsliðsþjálfara kvenna í knattspyrnu. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fráfarandi þjálfari liðsins, tilkynnti fyrir tæpum tveimur vikum að hann myndi ekki halda starfi sínu áfram þótt honum stæði það til boða. Þorlákur Árnason, þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar, var efstur á óskalista KSÍ. Þorlákur hugsaði málið í nokkra daga en afþakkaði svo boðið. Ekki liggur ljóst fyrir hvort KSÍ hafi boðið öðrum þjálfara starfið. Nöfn Elísabetar Gunnarsdóttur, þjálfara Kristianstad í Svíþjóð, og Freys Alexanderssonar, þjálfara Leiknis í 1. deild karla, hafa verið nefnd til sögunnar. Bæði hafa mikla reynslu af þjálfun kvennaliða og hafa þjálfað stóran hluta leikmanna landsliðsins. Þau voru hins vegar samtaka í svörum um helgina og sögðust ekkert hafa heyrt frá KSÍ.Fjórar vikur í mikilvæga leiki Nafn Heimis Hallgrímssonar, aðstoðarþjálfara karlalandsliðsins, hefur einnig verið nefnt. Heimir hefur reynslu af þjálfun kvenna en fram undan er lokaspretturinn í undankeppni HM 2014 hjá körlunum. Á sama tíma þyrfti nýr landsliðsþjálfari að hafa hraðar hendur en töluvert verk þarf að vinna hjá kvennalandsliðinu á stuttum tíma, enda viss kynslóðaskipti að eiga sér stað. Fyrsti leikur í undankeppni HM 2015 í Kanada verður hér heima gegn Sviss 26. september og mánuði síðar verður spilað í Serbíu. Fjórar vikur eru ekki langur tími fyrir nýjan þjálfara að kynna sér leikmenn landsliðsins og stöðu mála og taka erfiðar og áhrifamiklar ákvarðanir sem gætu verið mótandi fyrir liðið næstu árin. Þá er óvíst að allir leikmenn gefi áfram kost á sér. KSÍ er vandi á höndum að velja þjálfara. Hann hefur hingað til verið í hlutastarfi, sem virkaði ágætlega í tilfelli Sigurðar Ragnar sem er einnig fræðslustjóri KSÍ. Er hægt að ráða mann í fullt starf landsliðsþjálfara? Eða þarf að semja um starfshlutfall við þjálfara sem að sama skapi þyrfti þá að ræða við vinnuveitanda sinn? Hætt er við að hamagangurinn sem færi í gang gæti á endanum komið niður á vinnu nýs þjálfara og í framhaldinu á liðinu.Flaggskipið í húfi Augljósa lausnin virðist vera að ráða þjálfara í tímabundið starf fyrir leikina tvo nú í haust. Mögulega gæti þjálfarateymi karlalandsliðsins tekið að sér að stýra liðinu í leikjunum og vafalítið væri hægt að sækja í smiðju fleiri. Að loknum leiknum í Serbíu 31. október líða fimm mánuðir fram að næsta leik í undankeppninni. Á svipuðum tíma lýkur tímabili flestra okkar landsliðskvenna hér heima, í Noregi og Svíþjóð, og þjálfara sömuleiðis. Þann tíma væri gott að nota til þess að vinna faglega að því að fá hæfan og metnaðarfullan þjálfara fyrir stelpurnar okkar, miklu frekar en að ráða nýjan þjálfara á hundahlaupum korteri fyrir undankeppni.
Fótbolti Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Fleiri fréttir Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Sjá meira