Íslandsmeistarar Þór/KA hafa ekki haft meistaraheppnina með sér í sumar þegar kemur að meiðslum lykilmanna liðsins. Liðið varð fyrir enn einu áfallinu í Eyjum í kvöld þegar slóvenska landsliðskonan Mateja Zver þurfti að fara af velli eftir aðeins sex mínútna leik.
Þór/KA lék án landsliðskonunnar Katrínar Ásbjörnsdóttur í þessum leik alveg eins og í bikarleiknum á föstudagskvöldið og þá er markadrottningin Sandra María Jessen að komast aftur á fullt eftir langvinn meiðsli.
Shaneka Jodian Gordon var búin að koma ÍBV í 1-0 í leiknum tveimur mínútur áður en Mateja Zver meiddist en Söndru Maríu Jessen tókst að jafna leikinn á 11. mínútu. Bryndís Jóhannesdóttir kom ÍBV aftur yfir á 19. mínútu og þannig var staðan í hálfleik.
Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af úrslit.net.
Meiðslavandræði framherja Þór/KA halda áfram
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Svona er hópur Íslands sem fer á EM
Körfubolti


Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“
Íslenski boltinn

Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur
Enski boltinn


