Enski boltinn

Jonjo Shelvey farinn frá Liverpool til Swansea

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jonjo Shelvey í leik með Liverpool.
Jonjo Shelvey í leik með Liverpool. Mynd / Getty Images
Knattspyrnuliðið Swansea hefur fest kaup á Jonjo Shelvey frá Liverpool fyrir 6 milljónir punda eða rúmlega einn milljarður íslenskra króna.

Shelvey hefur átt farsæl þrjú ár hjá Liverpool en hann kom til liðsins árið 2010 frá Charlton. Leikmaðurinn hafði unnið sig hægt og bítandi inn í lið Liverpool og eru sennilega margir stuðningsmenn liðsins allt annað en sáttur við söluna á leikmanninum.

Þessi 21 árs miðjumaður hafði unnið sig inn í enska landsliðið og lék til að mynda með liðinu í undankeppni HM.

Deildarmeistararnir í Swansea ætla greinilega að halda áfram uppteknum hætti og festa sig í sessi sem úrvalsdeildarfélag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×