Íslenski boltinn

Meistararnir misstu niður tveggja marka forskot

Þór/KA glutraði niður góðri stöðu.
Þór/KA glutraði niður góðri stöðu.

Fyrstu tveimur leikjum kvöldsins í Pepsi-deild kvenna er lokið. Jafntefli var í stórleiknum fyrir norðan en ÍBV vann öruggan sigur á Þrótti.

Íslandsmeistarar Þór/KA náðu tveggja marka forskoti gegn Val en Hlíðarendastúlkur komu til baka, jöfnuðu leikinn og voru nærri því að stela sigrinum undir lokin.

ÍBV hafði talsverða yfirburði gegn Þrótti og úrslitin aldrei í neinni hættu.

Úrslit:

Þór/KA-Valur  2-2

1-0 Embla Grétarsdóttir, sjm (14.), 2-0 Katrín Ásbjörnsdóttir (29.), 2-1 Kristín Ýr Bjarnadóttir (33.), 2-2 Svava Rós Guðmundsdóttir (76.).

ÍBV-Þróttur  4-0

1-0 Bryndís Jóhannesdóttir, víti (34.), 2-0 Vesna Smiljkovic (40.), 3-0 Sigríður Lára Guðnadóttir (84.), 4-0 Bryndís Jóhannesdóttir, víti (88.).

Upplýsingar um markaskorara fengnar frá urslit.net.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×