Dansaði upp að hnjám í Héraðsskólanum Kristján Már Unnarsson skrifar 22. maí 2013 19:04 Héraðsskólinn á Laugarvatni, þar sem stjórnarsáttmálinn var undirritaður í dag, er táknmynd alþýðumenntunar Íslendinga en líka húsið þar sem Halldór Laxness skrifaði skáldsöguna Sjálfstætt fólk. Gamli Héraðsskólinn þykir eitt merkasta verk Guðjóns Samúelssonar húsameistara ríkisins. Húsið var byggt árið 1928, um það leyti sem íslensku burstabæirnir voru óðum að hverfa, - kannski af einskonar fortíðarþrá um að varðveita þennan forna byggingarstíl. En hvaða táknmyndum, fyrir utan kannski græna litinn á húsþakinu, gætu stjórnmálaforingjar verið að leita eftir með því að velja þetta hús og Laugarvatn? Laugvetningurinn Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segir að þarna séu menn í fögru héraði og í húsi sem hefur sögu mennta og menninga, og einnig sögu margra umgmenna, sem horfðu fram á lífið. Fyrrum framsóknarþingmaðurinn átti sitt æskuheimili í húsinu, sem er líka minnisvarði um héraðsskólana sem Jónas frá Hriflu lét reisa. Héraðsskólarnir lögðu grunn að menntun ungmenna og urðu til þess að menntun á Íslandi varð almenn, segir Ólafur Örn. Sá árangur verði seint ofmetinn. „Og hefur sennilega byggt undir þann grunn hversu fljótt Íslendingar náðu sér úr fátækt." Borðið sem notað var til rita undir stjórnarsáttmálann í dag er gamalt þingmannaborð úr Alþingishúsinu, og í salnum var áður stærsta skólastofan þar sem skólaböllin voru haldin. „Þá var segulband hérna í horninu. Ég hef dansað hér alveg upp að hnjám," rifjar Ólafur Örn upp. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sagði hann einnig frá því hvernig samskiptum kynjanna var háttað. Í burstunum á efri hæðum var heimavist stúlknanna, - piltarnir bjuggu í öðrum húsum, - en máttu heimsækja þær einu sinni í viku, þó aðeins í stutta stund í hvert sinn.Í húsinu ritaði Halldór Laxness eitt frægasta verk sitt, Sjálfstætt fólk. Gömul ritvél Nóbelsskáldsins er meira að segja geymd í kjallaranum. En hvað ætti ríkisstjórnin þá að heita? „Laugarvatnsstjórn, þætti mér auðvitað vænt um að heyra og sjá," svarar Ólafur Örn. Tengdar fréttir Hvað er svona merkilegt við gamla Héraðskólann? "Þetta er eitt af glæsilegustu og sögulegustu húsum landsins auk þess er þetta fallegur staður," segir Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni. 22. maí 2013 10:03 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Héraðsskólinn á Laugarvatni, þar sem stjórnarsáttmálinn var undirritaður í dag, er táknmynd alþýðumenntunar Íslendinga en líka húsið þar sem Halldór Laxness skrifaði skáldsöguna Sjálfstætt fólk. Gamli Héraðsskólinn þykir eitt merkasta verk Guðjóns Samúelssonar húsameistara ríkisins. Húsið var byggt árið 1928, um það leyti sem íslensku burstabæirnir voru óðum að hverfa, - kannski af einskonar fortíðarþrá um að varðveita þennan forna byggingarstíl. En hvaða táknmyndum, fyrir utan kannski græna litinn á húsþakinu, gætu stjórnmálaforingjar verið að leita eftir með því að velja þetta hús og Laugarvatn? Laugvetningurinn Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segir að þarna séu menn í fögru héraði og í húsi sem hefur sögu mennta og menninga, og einnig sögu margra umgmenna, sem horfðu fram á lífið. Fyrrum framsóknarþingmaðurinn átti sitt æskuheimili í húsinu, sem er líka minnisvarði um héraðsskólana sem Jónas frá Hriflu lét reisa. Héraðsskólarnir lögðu grunn að menntun ungmenna og urðu til þess að menntun á Íslandi varð almenn, segir Ólafur Örn. Sá árangur verði seint ofmetinn. „Og hefur sennilega byggt undir þann grunn hversu fljótt Íslendingar náðu sér úr fátækt." Borðið sem notað var til rita undir stjórnarsáttmálann í dag er gamalt þingmannaborð úr Alþingishúsinu, og í salnum var áður stærsta skólastofan þar sem skólaböllin voru haldin. „Þá var segulband hérna í horninu. Ég hef dansað hér alveg upp að hnjám," rifjar Ólafur Örn upp. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sagði hann einnig frá því hvernig samskiptum kynjanna var háttað. Í burstunum á efri hæðum var heimavist stúlknanna, - piltarnir bjuggu í öðrum húsum, - en máttu heimsækja þær einu sinni í viku, þó aðeins í stutta stund í hvert sinn.Í húsinu ritaði Halldór Laxness eitt frægasta verk sitt, Sjálfstætt fólk. Gömul ritvél Nóbelsskáldsins er meira að segja geymd í kjallaranum. En hvað ætti ríkisstjórnin þá að heita? „Laugarvatnsstjórn, þætti mér auðvitað vænt um að heyra og sjá," svarar Ólafur Örn.
Tengdar fréttir Hvað er svona merkilegt við gamla Héraðskólann? "Þetta er eitt af glæsilegustu og sögulegustu húsum landsins auk þess er þetta fallegur staður," segir Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni. 22. maí 2013 10:03 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Hvað er svona merkilegt við gamla Héraðskólann? "Þetta er eitt af glæsilegustu og sögulegustu húsum landsins auk þess er þetta fallegur staður," segir Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni. 22. maí 2013 10:03