Dansaði upp að hnjám í Héraðsskólanum Kristján Már Unnarsson skrifar 22. maí 2013 19:04 Héraðsskólinn á Laugarvatni, þar sem stjórnarsáttmálinn var undirritaður í dag, er táknmynd alþýðumenntunar Íslendinga en líka húsið þar sem Halldór Laxness skrifaði skáldsöguna Sjálfstætt fólk. Gamli Héraðsskólinn þykir eitt merkasta verk Guðjóns Samúelssonar húsameistara ríkisins. Húsið var byggt árið 1928, um það leyti sem íslensku burstabæirnir voru óðum að hverfa, - kannski af einskonar fortíðarþrá um að varðveita þennan forna byggingarstíl. En hvaða táknmyndum, fyrir utan kannski græna litinn á húsþakinu, gætu stjórnmálaforingjar verið að leita eftir með því að velja þetta hús og Laugarvatn? Laugvetningurinn Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segir að þarna séu menn í fögru héraði og í húsi sem hefur sögu mennta og menninga, og einnig sögu margra umgmenna, sem horfðu fram á lífið. Fyrrum framsóknarþingmaðurinn átti sitt æskuheimili í húsinu, sem er líka minnisvarði um héraðsskólana sem Jónas frá Hriflu lét reisa. Héraðsskólarnir lögðu grunn að menntun ungmenna og urðu til þess að menntun á Íslandi varð almenn, segir Ólafur Örn. Sá árangur verði seint ofmetinn. „Og hefur sennilega byggt undir þann grunn hversu fljótt Íslendingar náðu sér úr fátækt." Borðið sem notað var til rita undir stjórnarsáttmálann í dag er gamalt þingmannaborð úr Alþingishúsinu, og í salnum var áður stærsta skólastofan þar sem skólaböllin voru haldin. „Þá var segulband hérna í horninu. Ég hef dansað hér alveg upp að hnjám," rifjar Ólafur Örn upp. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sagði hann einnig frá því hvernig samskiptum kynjanna var háttað. Í burstunum á efri hæðum var heimavist stúlknanna, - piltarnir bjuggu í öðrum húsum, - en máttu heimsækja þær einu sinni í viku, þó aðeins í stutta stund í hvert sinn.Í húsinu ritaði Halldór Laxness eitt frægasta verk sitt, Sjálfstætt fólk. Gömul ritvél Nóbelsskáldsins er meira að segja geymd í kjallaranum. En hvað ætti ríkisstjórnin þá að heita? „Laugarvatnsstjórn, þætti mér auðvitað vænt um að heyra og sjá," svarar Ólafur Örn. Tengdar fréttir Hvað er svona merkilegt við gamla Héraðskólann? "Þetta er eitt af glæsilegustu og sögulegustu húsum landsins auk þess er þetta fallegur staður," segir Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni. 22. maí 2013 10:03 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira
Héraðsskólinn á Laugarvatni, þar sem stjórnarsáttmálinn var undirritaður í dag, er táknmynd alþýðumenntunar Íslendinga en líka húsið þar sem Halldór Laxness skrifaði skáldsöguna Sjálfstætt fólk. Gamli Héraðsskólinn þykir eitt merkasta verk Guðjóns Samúelssonar húsameistara ríkisins. Húsið var byggt árið 1928, um það leyti sem íslensku burstabæirnir voru óðum að hverfa, - kannski af einskonar fortíðarþrá um að varðveita þennan forna byggingarstíl. En hvaða táknmyndum, fyrir utan kannski græna litinn á húsþakinu, gætu stjórnmálaforingjar verið að leita eftir með því að velja þetta hús og Laugarvatn? Laugvetningurinn Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segir að þarna séu menn í fögru héraði og í húsi sem hefur sögu mennta og menninga, og einnig sögu margra umgmenna, sem horfðu fram á lífið. Fyrrum framsóknarþingmaðurinn átti sitt æskuheimili í húsinu, sem er líka minnisvarði um héraðsskólana sem Jónas frá Hriflu lét reisa. Héraðsskólarnir lögðu grunn að menntun ungmenna og urðu til þess að menntun á Íslandi varð almenn, segir Ólafur Örn. Sá árangur verði seint ofmetinn. „Og hefur sennilega byggt undir þann grunn hversu fljótt Íslendingar náðu sér úr fátækt." Borðið sem notað var til rita undir stjórnarsáttmálann í dag er gamalt þingmannaborð úr Alþingishúsinu, og í salnum var áður stærsta skólastofan þar sem skólaböllin voru haldin. „Þá var segulband hérna í horninu. Ég hef dansað hér alveg upp að hnjám," rifjar Ólafur Örn upp. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 sagði hann einnig frá því hvernig samskiptum kynjanna var háttað. Í burstunum á efri hæðum var heimavist stúlknanna, - piltarnir bjuggu í öðrum húsum, - en máttu heimsækja þær einu sinni í viku, þó aðeins í stutta stund í hvert sinn.Í húsinu ritaði Halldór Laxness eitt frægasta verk sitt, Sjálfstætt fólk. Gömul ritvél Nóbelsskáldsins er meira að segja geymd í kjallaranum. En hvað ætti ríkisstjórnin þá að heita? „Laugarvatnsstjórn, þætti mér auðvitað vænt um að heyra og sjá," svarar Ólafur Örn.
Tengdar fréttir Hvað er svona merkilegt við gamla Héraðskólann? "Þetta er eitt af glæsilegustu og sögulegustu húsum landsins auk þess er þetta fallegur staður," segir Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni. 22. maí 2013 10:03 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira
Hvað er svona merkilegt við gamla Héraðskólann? "Þetta er eitt af glæsilegustu og sögulegustu húsum landsins auk þess er þetta fallegur staður," segir Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni. 22. maí 2013 10:03