Hvað er svona merkilegt við gamla Héraðskólann? Boði Logason skrifar 22. maí 2013 10:03 Halldór Páll til hægri og gamli Héraðskólinn til vinstri. Mynd/365 „Þetta er eitt af glæsilegustu og sögulegustu húsum landsins auk þess er þetta fallegur staður," segir Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætla að kynna nýjan stjórnarsáttmála í gamla Héraðskólahúsinu á Laugarvatni klukkan 11:15. Við heyrðum í Halldóri Páli sem hefur umsjón með húsinu. „Stjórnarmyndunarviðræðurnar hafa farið fram í Bláskógarbyggð, bæði á Þingvöllum og í Reykholti, svo kannski tengist það eitthvað. Þeir hafa kannski viljað vera á fallegum stað fjarri Reykjavík. Ég var bara beðinn um að aðstoða," segir Halldór Páll, inntur eftir viðbrögðum afhverju formennirnir ætla að kynna stjórnarsáttmálann þar. Hann segir að það sé mikill heiður fyrir Laugvetninga að stjórnarsáttmálinn verði kynntur á þessum stað. „Við lítum svo á að þetta sé mikill heiður fyrir húsið og varpar kastljósinu að því. Kannski verður þetta kölluð Laugarvatnsstjórnin, eins og Viðeyjarstjórnin, eða Bláskógarstjórnin. Þetta er auðvitað mikill heiður fyrir Laugarvatn, svo skemmir ekki fyrir að veðrið skartar sínu fegursta hérna núna." Gamla Héraðsskólahúsið var byggt árið 1928 út frá hugmyndafræði Jónasar frá Hriflu, sem þá var svokallaður kennslumálaráðherra og þingmaður, um menntun ungmenna á Íslandi. „Það var starfsemi hér til ársins 1991 og þá var héraðsskólinn lagður af sem slíkur. Svo var rekin hér framhaldsdeild frá 1991 til 1995 en þá var sjálfstætt skólastarf lagt niður," segir Halldór Páll. Menntaskólinn á Laugavatni var svo með bókasafn þarna í samstarfi við húsmæðraskólann. Í dag er engin starfsemi í húsinu fyrir utan að þrír starfsmenn menntaskólans búa þar. „Við höfum nýtt það undir leikæfingar og kóræfingar, við erum með 70 manna nemendakór og hér eru 180 nemendur, það er ansi hátt hlutfall." Þann 12. apríl árið 2003 var héraðsskólahúsið friðað. „Og fljótlega í framhaldinu af því var farið í að lagfæra húsið, það var slöku ásigkomulagi. Þær endurbætur hafa tekist stórkostlega vel." Staða hússins nú er sú að Menntamálaráðuneytið og Ríkisskaup auglýstu í febrúar síðastliðnum eftir hugmyndum frá áhugasömum aðilum að taka húsið á leigu og reka þar starfsemi. „Þetta er eitt glæsilegasta hús á landinu og er merkisberi menntunarmála,“ segir Halldór Páll að lokum. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
„Þetta er eitt af glæsilegustu og sögulegustu húsum landsins auk þess er þetta fallegur staður," segir Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætla að kynna nýjan stjórnarsáttmála í gamla Héraðskólahúsinu á Laugarvatni klukkan 11:15. Við heyrðum í Halldóri Páli sem hefur umsjón með húsinu. „Stjórnarmyndunarviðræðurnar hafa farið fram í Bláskógarbyggð, bæði á Þingvöllum og í Reykholti, svo kannski tengist það eitthvað. Þeir hafa kannski viljað vera á fallegum stað fjarri Reykjavík. Ég var bara beðinn um að aðstoða," segir Halldór Páll, inntur eftir viðbrögðum afhverju formennirnir ætla að kynna stjórnarsáttmálann þar. Hann segir að það sé mikill heiður fyrir Laugvetninga að stjórnarsáttmálinn verði kynntur á þessum stað. „Við lítum svo á að þetta sé mikill heiður fyrir húsið og varpar kastljósinu að því. Kannski verður þetta kölluð Laugarvatnsstjórnin, eins og Viðeyjarstjórnin, eða Bláskógarstjórnin. Þetta er auðvitað mikill heiður fyrir Laugarvatn, svo skemmir ekki fyrir að veðrið skartar sínu fegursta hérna núna." Gamla Héraðsskólahúsið var byggt árið 1928 út frá hugmyndafræði Jónasar frá Hriflu, sem þá var svokallaður kennslumálaráðherra og þingmaður, um menntun ungmenna á Íslandi. „Það var starfsemi hér til ársins 1991 og þá var héraðsskólinn lagður af sem slíkur. Svo var rekin hér framhaldsdeild frá 1991 til 1995 en þá var sjálfstætt skólastarf lagt niður," segir Halldór Páll. Menntaskólinn á Laugavatni var svo með bókasafn þarna í samstarfi við húsmæðraskólann. Í dag er engin starfsemi í húsinu fyrir utan að þrír starfsmenn menntaskólans búa þar. „Við höfum nýtt það undir leikæfingar og kóræfingar, við erum með 70 manna nemendakór og hér eru 180 nemendur, það er ansi hátt hlutfall." Þann 12. apríl árið 2003 var héraðsskólahúsið friðað. „Og fljótlega í framhaldinu af því var farið í að lagfæra húsið, það var slöku ásigkomulagi. Þær endurbætur hafa tekist stórkostlega vel." Staða hússins nú er sú að Menntamálaráðuneytið og Ríkisskaup auglýstu í febrúar síðastliðnum eftir hugmyndum frá áhugasömum aðilum að taka húsið á leigu og reka þar starfsemi. „Þetta er eitt glæsilegasta hús á landinu og er merkisberi menntunarmála,“ segir Halldór Páll að lokum.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira