Hvað er svona merkilegt við gamla Héraðskólann? Boði Logason skrifar 22. maí 2013 10:03 Halldór Páll til hægri og gamli Héraðskólinn til vinstri. Mynd/365 „Þetta er eitt af glæsilegustu og sögulegustu húsum landsins auk þess er þetta fallegur staður," segir Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætla að kynna nýjan stjórnarsáttmála í gamla Héraðskólahúsinu á Laugarvatni klukkan 11:15. Við heyrðum í Halldóri Páli sem hefur umsjón með húsinu. „Stjórnarmyndunarviðræðurnar hafa farið fram í Bláskógarbyggð, bæði á Þingvöllum og í Reykholti, svo kannski tengist það eitthvað. Þeir hafa kannski viljað vera á fallegum stað fjarri Reykjavík. Ég var bara beðinn um að aðstoða," segir Halldór Páll, inntur eftir viðbrögðum afhverju formennirnir ætla að kynna stjórnarsáttmálann þar. Hann segir að það sé mikill heiður fyrir Laugvetninga að stjórnarsáttmálinn verði kynntur á þessum stað. „Við lítum svo á að þetta sé mikill heiður fyrir húsið og varpar kastljósinu að því. Kannski verður þetta kölluð Laugarvatnsstjórnin, eins og Viðeyjarstjórnin, eða Bláskógarstjórnin. Þetta er auðvitað mikill heiður fyrir Laugarvatn, svo skemmir ekki fyrir að veðrið skartar sínu fegursta hérna núna." Gamla Héraðsskólahúsið var byggt árið 1928 út frá hugmyndafræði Jónasar frá Hriflu, sem þá var svokallaður kennslumálaráðherra og þingmaður, um menntun ungmenna á Íslandi. „Það var starfsemi hér til ársins 1991 og þá var héraðsskólinn lagður af sem slíkur. Svo var rekin hér framhaldsdeild frá 1991 til 1995 en þá var sjálfstætt skólastarf lagt niður," segir Halldór Páll. Menntaskólinn á Laugavatni var svo með bókasafn þarna í samstarfi við húsmæðraskólann. Í dag er engin starfsemi í húsinu fyrir utan að þrír starfsmenn menntaskólans búa þar. „Við höfum nýtt það undir leikæfingar og kóræfingar, við erum með 70 manna nemendakór og hér eru 180 nemendur, það er ansi hátt hlutfall." Þann 12. apríl árið 2003 var héraðsskólahúsið friðað. „Og fljótlega í framhaldinu af því var farið í að lagfæra húsið, það var slöku ásigkomulagi. Þær endurbætur hafa tekist stórkostlega vel." Staða hússins nú er sú að Menntamálaráðuneytið og Ríkisskaup auglýstu í febrúar síðastliðnum eftir hugmyndum frá áhugasömum aðilum að taka húsið á leigu og reka þar starfsemi. „Þetta er eitt glæsilegasta hús á landinu og er merkisberi menntunarmála,“ segir Halldór Páll að lokum. Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
„Þetta er eitt af glæsilegustu og sögulegustu húsum landsins auk þess er þetta fallegur staður," segir Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætla að kynna nýjan stjórnarsáttmála í gamla Héraðskólahúsinu á Laugarvatni klukkan 11:15. Við heyrðum í Halldóri Páli sem hefur umsjón með húsinu. „Stjórnarmyndunarviðræðurnar hafa farið fram í Bláskógarbyggð, bæði á Þingvöllum og í Reykholti, svo kannski tengist það eitthvað. Þeir hafa kannski viljað vera á fallegum stað fjarri Reykjavík. Ég var bara beðinn um að aðstoða," segir Halldór Páll, inntur eftir viðbrögðum afhverju formennirnir ætla að kynna stjórnarsáttmálann þar. Hann segir að það sé mikill heiður fyrir Laugvetninga að stjórnarsáttmálinn verði kynntur á þessum stað. „Við lítum svo á að þetta sé mikill heiður fyrir húsið og varpar kastljósinu að því. Kannski verður þetta kölluð Laugarvatnsstjórnin, eins og Viðeyjarstjórnin, eða Bláskógarstjórnin. Þetta er auðvitað mikill heiður fyrir Laugarvatn, svo skemmir ekki fyrir að veðrið skartar sínu fegursta hérna núna." Gamla Héraðsskólahúsið var byggt árið 1928 út frá hugmyndafræði Jónasar frá Hriflu, sem þá var svokallaður kennslumálaráðherra og þingmaður, um menntun ungmenna á Íslandi. „Það var starfsemi hér til ársins 1991 og þá var héraðsskólinn lagður af sem slíkur. Svo var rekin hér framhaldsdeild frá 1991 til 1995 en þá var sjálfstætt skólastarf lagt niður," segir Halldór Páll. Menntaskólinn á Laugavatni var svo með bókasafn þarna í samstarfi við húsmæðraskólann. Í dag er engin starfsemi í húsinu fyrir utan að þrír starfsmenn menntaskólans búa þar. „Við höfum nýtt það undir leikæfingar og kóræfingar, við erum með 70 manna nemendakór og hér eru 180 nemendur, það er ansi hátt hlutfall." Þann 12. apríl árið 2003 var héraðsskólahúsið friðað. „Og fljótlega í framhaldinu af því var farið í að lagfæra húsið, það var slöku ásigkomulagi. Þær endurbætur hafa tekist stórkostlega vel." Staða hússins nú er sú að Menntamálaráðuneytið og Ríkisskaup auglýstu í febrúar síðastliðnum eftir hugmyndum frá áhugasömum aðilum að taka húsið á leigu og reka þar starfsemi. „Þetta er eitt glæsilegasta hús á landinu og er merkisberi menntunarmála,“ segir Halldór Páll að lokum.
Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira