Hvað er svona merkilegt við gamla Héraðskólann? Boði Logason skrifar 22. maí 2013 10:03 Halldór Páll til hægri og gamli Héraðskólinn til vinstri. Mynd/365 „Þetta er eitt af glæsilegustu og sögulegustu húsum landsins auk þess er þetta fallegur staður," segir Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætla að kynna nýjan stjórnarsáttmála í gamla Héraðskólahúsinu á Laugarvatni klukkan 11:15. Við heyrðum í Halldóri Páli sem hefur umsjón með húsinu. „Stjórnarmyndunarviðræðurnar hafa farið fram í Bláskógarbyggð, bæði á Þingvöllum og í Reykholti, svo kannski tengist það eitthvað. Þeir hafa kannski viljað vera á fallegum stað fjarri Reykjavík. Ég var bara beðinn um að aðstoða," segir Halldór Páll, inntur eftir viðbrögðum afhverju formennirnir ætla að kynna stjórnarsáttmálann þar. Hann segir að það sé mikill heiður fyrir Laugvetninga að stjórnarsáttmálinn verði kynntur á þessum stað. „Við lítum svo á að þetta sé mikill heiður fyrir húsið og varpar kastljósinu að því. Kannski verður þetta kölluð Laugarvatnsstjórnin, eins og Viðeyjarstjórnin, eða Bláskógarstjórnin. Þetta er auðvitað mikill heiður fyrir Laugarvatn, svo skemmir ekki fyrir að veðrið skartar sínu fegursta hérna núna." Gamla Héraðsskólahúsið var byggt árið 1928 út frá hugmyndafræði Jónasar frá Hriflu, sem þá var svokallaður kennslumálaráðherra og þingmaður, um menntun ungmenna á Íslandi. „Það var starfsemi hér til ársins 1991 og þá var héraðsskólinn lagður af sem slíkur. Svo var rekin hér framhaldsdeild frá 1991 til 1995 en þá var sjálfstætt skólastarf lagt niður," segir Halldór Páll. Menntaskólinn á Laugavatni var svo með bókasafn þarna í samstarfi við húsmæðraskólann. Í dag er engin starfsemi í húsinu fyrir utan að þrír starfsmenn menntaskólans búa þar. „Við höfum nýtt það undir leikæfingar og kóræfingar, við erum með 70 manna nemendakór og hér eru 180 nemendur, það er ansi hátt hlutfall." Þann 12. apríl árið 2003 var héraðsskólahúsið friðað. „Og fljótlega í framhaldinu af því var farið í að lagfæra húsið, það var slöku ásigkomulagi. Þær endurbætur hafa tekist stórkostlega vel." Staða hússins nú er sú að Menntamálaráðuneytið og Ríkisskaup auglýstu í febrúar síðastliðnum eftir hugmyndum frá áhugasömum aðilum að taka húsið á leigu og reka þar starfsemi. „Þetta er eitt glæsilegasta hús á landinu og er merkisberi menntunarmála,“ segir Halldór Páll að lokum. Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
„Þetta er eitt af glæsilegustu og sögulegustu húsum landsins auk þess er þetta fallegur staður," segir Halldór Páll Halldórsson, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætla að kynna nýjan stjórnarsáttmála í gamla Héraðskólahúsinu á Laugarvatni klukkan 11:15. Við heyrðum í Halldóri Páli sem hefur umsjón með húsinu. „Stjórnarmyndunarviðræðurnar hafa farið fram í Bláskógarbyggð, bæði á Þingvöllum og í Reykholti, svo kannski tengist það eitthvað. Þeir hafa kannski viljað vera á fallegum stað fjarri Reykjavík. Ég var bara beðinn um að aðstoða," segir Halldór Páll, inntur eftir viðbrögðum afhverju formennirnir ætla að kynna stjórnarsáttmálann þar. Hann segir að það sé mikill heiður fyrir Laugvetninga að stjórnarsáttmálinn verði kynntur á þessum stað. „Við lítum svo á að þetta sé mikill heiður fyrir húsið og varpar kastljósinu að því. Kannski verður þetta kölluð Laugarvatnsstjórnin, eins og Viðeyjarstjórnin, eða Bláskógarstjórnin. Þetta er auðvitað mikill heiður fyrir Laugarvatn, svo skemmir ekki fyrir að veðrið skartar sínu fegursta hérna núna." Gamla Héraðsskólahúsið var byggt árið 1928 út frá hugmyndafræði Jónasar frá Hriflu, sem þá var svokallaður kennslumálaráðherra og þingmaður, um menntun ungmenna á Íslandi. „Það var starfsemi hér til ársins 1991 og þá var héraðsskólinn lagður af sem slíkur. Svo var rekin hér framhaldsdeild frá 1991 til 1995 en þá var sjálfstætt skólastarf lagt niður," segir Halldór Páll. Menntaskólinn á Laugavatni var svo með bókasafn þarna í samstarfi við húsmæðraskólann. Í dag er engin starfsemi í húsinu fyrir utan að þrír starfsmenn menntaskólans búa þar. „Við höfum nýtt það undir leikæfingar og kóræfingar, við erum með 70 manna nemendakór og hér eru 180 nemendur, það er ansi hátt hlutfall." Þann 12. apríl árið 2003 var héraðsskólahúsið friðað. „Og fljótlega í framhaldinu af því var farið í að lagfæra húsið, það var slöku ásigkomulagi. Þær endurbætur hafa tekist stórkostlega vel." Staða hússins nú er sú að Menntamálaráðuneytið og Ríkisskaup auglýstu í febrúar síðastliðnum eftir hugmyndum frá áhugasömum aðilum að taka húsið á leigu og reka þar starfsemi. „Þetta er eitt glæsilegasta hús á landinu og er merkisberi menntunarmála,“ segir Halldór Páll að lokum.
Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira