Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 1-1 Stefán Árni Pálsson á KR-velli skrifar 27. maí 2013 10:38 KR og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í fimmtu umferð Pepsi-deild karla í kvöld en leikurinn fór fram í Vesturbænum. Elfar Árni Aðalsteinsson gerði eina mark Blika í leiknum og það var Atli Sigurjónsson sem skoraði mark KR. Leikurinn hófst mjög svo rólega og voru liðin í stökustu vandræðum að finna taktinn í leiknum. Ískalt var í veðri og blés mikið á leikmenn og það sást á spilamennsku leikmanna liðanna. Þegar leið á leikinn fóru Blikar að sækja í sig veðrið og sóknarleikur þeirra fór batnandi. Rétt fyrir lok hálfleiksins náðu gestirnir að skora fyrsta mark leiksins þegar Elfar Árni Aðalsteinsson skallaði boltann í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá Sverri Inga Ingasyni. KR-ingar vildu fá dæmt brot á Sverri í aðdraganda marksins en hann virtist brjóta á Óskari Erni Haukssyni, leikmanni KR, en hann hélt áfram og náði fínni sendingu fyrir markið sem endaði með eina marki hálfleiksins. KR-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og ætluðu sér greinilega að jafna strax metin en það gekk eftir á 65. mínútu leiksins þegar Atli Sigurjónsson þrumaði boltanum í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá Guðmundi Reyni Gunnarssyni. Markið lá heldur betur í loftinu og fyllilega skilið hjá KR. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn næstu mínútur og reyndi hvað þeir gátu að skora þriðja mark leiksins. Blikar voru einnig skeinuhættir undir lokin og Nichlas Rohde, leikmaður Breiðabliks, fékk ótrúlegt færi í uppbótartíma þegar hann hafði prjónað sig í gegnum alla vörn KR, leikið á hvern varnarmann á fætur öðrum en skot hann hafnaði í stönginni. Ótrúlegur sprettur hjá Norðmanninum og hefði líklega verið mark sumarsins. Hvorugt liðið náði aftur á móti að skora fleiri mörk og niðurstaðan því 1-1 jafntefli.Ólafur: Ánægður með vinnusemi drengjanna„Eins og alltaf verður maður einfaldlega að taka þeim úrslitum sem upp koma,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn í kvöld. „Mér fannst vinnusemin til fyrirmyndar hjá mínum leikmönnum. Menn sýndu mikinn aga en við lögðum leikinn upp með það að leiðarljósi að leyfa KR-ingum að hafa boltann á ákveðnum svæðum og lokuðum síðan vel á þá, þetta gekk vel stóran hluta af leiknum.“ „Við fengum frábært færi undir lokin til að klára leikinn en boltinn hafnaði í stönginni, þá hefði hljóðið verið betra í mér eftir leik.“ „Ég tek þetta stig og núna skoðum við bara framhaldið. Ég var virkilega ánægður með varnarleik liðsins í kvöld en þegar við fengum á okkur markið hefði ég vilja sjá menn vera miklu ákveðnari á fjarstönginni.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf hér.Baldur: Tvö töpuð stig„Það er svona frekar svekkjandi að tapa stigum á heimavelli,“ sagði Baldur Sigurðsson, leikmaður KR, eftir leikinn. „Við stjórnuðum leiknum gjörsamlega frá a-ö og þetta voru tvö töpuð stig í kvöld.“ „Mark Blika átti aldrei að standa, klárt brot á Óskari Erni og með ólíkindum að dómarinn hafi ekki dæmt neitt.“ „Við fengum fullt af tækifærum í síðari hálfleiknum og áttum að nýta eitt af þeim, það kostar okkur þennan sigur.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Baldur með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Sjá meira
KR og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í fimmtu umferð Pepsi-deild karla í kvöld en leikurinn fór fram í Vesturbænum. Elfar Árni Aðalsteinsson gerði eina mark Blika í leiknum og það var Atli Sigurjónsson sem skoraði mark KR. Leikurinn hófst mjög svo rólega og voru liðin í stökustu vandræðum að finna taktinn í leiknum. Ískalt var í veðri og blés mikið á leikmenn og það sást á spilamennsku leikmanna liðanna. Þegar leið á leikinn fóru Blikar að sækja í sig veðrið og sóknarleikur þeirra fór batnandi. Rétt fyrir lok hálfleiksins náðu gestirnir að skora fyrsta mark leiksins þegar Elfar Árni Aðalsteinsson skallaði boltann í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá Sverri Inga Ingasyni. KR-ingar vildu fá dæmt brot á Sverri í aðdraganda marksins en hann virtist brjóta á Óskari Erni Haukssyni, leikmanni KR, en hann hélt áfram og náði fínni sendingu fyrir markið sem endaði með eina marki hálfleiksins. KR-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og ætluðu sér greinilega að jafna strax metin en það gekk eftir á 65. mínútu leiksins þegar Atli Sigurjónsson þrumaði boltanum í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá Guðmundi Reyni Gunnarssyni. Markið lá heldur betur í loftinu og fyllilega skilið hjá KR. Heimamenn voru mun sterkari aðilinn næstu mínútur og reyndi hvað þeir gátu að skora þriðja mark leiksins. Blikar voru einnig skeinuhættir undir lokin og Nichlas Rohde, leikmaður Breiðabliks, fékk ótrúlegt færi í uppbótartíma þegar hann hafði prjónað sig í gegnum alla vörn KR, leikið á hvern varnarmann á fætur öðrum en skot hann hafnaði í stönginni. Ótrúlegur sprettur hjá Norðmanninum og hefði líklega verið mark sumarsins. Hvorugt liðið náði aftur á móti að skora fleiri mörk og niðurstaðan því 1-1 jafntefli.Ólafur: Ánægður með vinnusemi drengjanna„Eins og alltaf verður maður einfaldlega að taka þeim úrslitum sem upp koma,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn í kvöld. „Mér fannst vinnusemin til fyrirmyndar hjá mínum leikmönnum. Menn sýndu mikinn aga en við lögðum leikinn upp með það að leiðarljósi að leyfa KR-ingum að hafa boltann á ákveðnum svæðum og lokuðum síðan vel á þá, þetta gekk vel stóran hluta af leiknum.“ „Við fengum frábært færi undir lokin til að klára leikinn en boltinn hafnaði í stönginni, þá hefði hljóðið verið betra í mér eftir leik.“ „Ég tek þetta stig og núna skoðum við bara framhaldið. Ég var virkilega ánægður með varnarleik liðsins í kvöld en þegar við fengum á okkur markið hefði ég vilja sjá menn vera miklu ákveðnari á fjarstönginni.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf hér.Baldur: Tvö töpuð stig„Það er svona frekar svekkjandi að tapa stigum á heimavelli,“ sagði Baldur Sigurðsson, leikmaður KR, eftir leikinn. „Við stjórnuðum leiknum gjörsamlega frá a-ö og þetta voru tvö töpuð stig í kvöld.“ „Mark Blika átti aldrei að standa, klárt brot á Óskari Erni og með ólíkindum að dómarinn hafi ekki dæmt neitt.“ „Við fengum fullt af tækifærum í síðari hálfleiknum og áttum að nýta eitt af þeim, það kostar okkur þennan sigur.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Baldur með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Sjá meira