Erlent

John Kerry reynir að þrýsta á kínversk stjórnvöld vegna Norður-Kóreu

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna John Kerry er nú staddur í Kína til þess að reyna að þrýsta á kínversk stjórnvöld að þau beiti áhrifum sínum í Norður Kóreu til þess að lægja ófriðarbálið sem nú logar á Kóreuskaga.

Kerry hitti meðal annarra forseta Kína, Xi Jinping og sagði honum að óvissutímar væru nú uppi. Kerry er á fjögurra daga ferð um Asíu en búist er við því að Norður Kóreumenn skjóti eldflaug á loft á hverri stundu.

Fimmtándi apríl er talin líkleg dagsetning en þá fagna landsmenn því að 115 ár eru liðin frá fæðingu Kim Il Sung, stofnanda ríkisins og afa núverandi leiðtoga.

Bandaríkjamenn fullyrða hinsvegar að Norður Kóreumenn búi ekki yfir tækni til að skjóta kjarnaoddi á loft.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×