Erlent

Heimsþekktur píanisti dæmdur fyrir að svívirða múslimsk gildi

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Fazil Say er kallaður síbrotamaður.
Fazil Say er kallaður síbrotamaður. Mynd/ Getty.
Fazil Say, heimsþekktur tyrkneskur píanisti, hlaut nýverið 10 mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að móðga eða svívirða heiðvirð múslimsk gildi.

Dómstóll í Istanbúl segir Say síbrotamann á þessu sviði en móðganirnar setur hinn klassíski píanisti fram á Twittersíðu sinni.

 

Say var ekki viðstaddur dómsuppkvaðningu en hann hefur lýst yfir sakleysi sínu; segir athugasemdirnar af pólitískum toga. Dómurinn vekur upp áður kunnar áhyggjur af áhrifum trúabragða á stjórnmál og þar með dómsstóla í Tyrklandi. Ýmsir listamenn og menningarvitar í Tyrklandi eiga yfir höfði sér sambærilegar ákærur en hin ráðandi AK-samtök hafa verið sökuð um undirlæguhátt gagnvart íslamskri bókstafstrú.

 

Saksóknarinn lagði fram ákæru á hendur Say í júní og krafðist 18 mánaða fangelsisdóms yfir píanistanum. Meðal ummæla sem saksóknari lagði fyrir dóminn voru: „Ég er ekki viss um að menn hafi áttað sig á því en ef þeir hitta fyrir lús, lúsablesa, þjóf eða bjána, þá skal sá alltaf trúa á Allah."

Fazil Say, sem er 43 ára, hefur meðal annars leikið með New York Fílharmóníu-sveitinni og Berlínar-sinfóníunni auk þess að hafa starfað sem menningarsendiherra ESB.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×