Erlent

Í haldi lögreglu vegna hryðjuverkana í Boston

Mynd/AP
Maður grunaður um aðild að sprengjutilræðinu í Boston í fyrradag þar sem þrír létust og fjölmargir slösuðust var handtekinn nú síðdegis.

Fregnir af málinu eru enn óljósar en CNN fréttastofan hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum.

Þar segir ennfremur að lögregla hafi komist á sporið eftir að hafa rannsakað öryggismyndavélar á sprengjusvæðinu.

Búist er við blaðamannafundi vegna málsins síðar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×