Erlent

Höfundur fræga Pink Floyd umslagsins látinn

Storm Thorgerson er látinn, 69 ára að aldri.
Storm Thorgerson er látinn, 69 ára að aldri.
Enski grafíski hönnuðurinn Storm Thorgerson er látinn sextíu og níu ára að aldri. Storm er hvað þekktastur fyrir að hafa hannað umslag plötunnar Dark side of the Moon með hljómsveitinni Pink Floyd árið 1973.

Umslagið er af mörgum talið vera meistaraverk í grafískri hönnun. Storm var einn fremsti grafíski hönnuður heims og þótti mjög fær á sínu sviði. Hann hannaði einnig plötuumslög fyrir Led Zeppelin, Peter Gabriel og Muse.  

Dave Gilmour, gítarleikari og söngvari Pink Floyd, sendi frá sér yfirlýsingu nú kvöld þar sem hann minntist vinar síns. „Hann hefur haft mikil áhrif á líf mitt og hefur ætíð stutt við bakið á mér. Hann var sannur vinur og ég mun sakna hans mikið,“ segir í yfirlýsingunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×