Erlent

Hundrað bíla árekstur

Þrír eru látnir hið minnsta og fimmtán slösuðust í hundrað bíla árekstri á fjallvegi í Virginíu í Bandaríkjunum.

Á tæplega tveggja kílómetra löngum kafla á veginum urðu á sama tíma sautján árekstrar síðdegis í gær.

Mikil og þétt þoka var á svæðinu og þrátt fyrir viðvaranir til fólks um að fara varlega varð ekki við neitt ráðið þegar fyrsti áreksturinn varð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×