Erlent

Ætla að bregðast við af fullri hörku

Yfirvöld í Suður-Kóreu heita því að bregðast við hótunum granna sinna í norðri af fullri hörku.

Spennan á Kóreuskaga magnast nú dag frá degi en á laugardag lýstu stjórnvöld í Norður Kóreu yfir stríðsástandi og hóta Suður-Kóreu og Bandaríkjunum öllu illu.

Forseti Suður-Kóreu, Park Geun-hye, segist taka yfirlýsingum Norður Kóreumanna mjög alvarlega.

Bandaríkjamenn hafa sent sveit sprengjuflugvéla sem ekki sjást á radar til Suður Kóreu og Park forseti segir að ef Norðanmenn geri eitthvað á hlut sunnanmanna fái þeir það til baka af fullum þunga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×