Erlent

Forsætisráðherrann nýtur lítils trausts

Forsætisráðherra Dana, Helle Thorning-Schmidt nýtur lítils trausts á meðal danks almennings ef marka má nýja könnun á trausti almennings til stjórnmálamanna sem Gallup gerði fyrir stórblaðið Berlingske.

Spurt var út í traust til sextán stjórnmálamanna í landinu og Thorning-Schmidt náði aðeins þrettánda sætinu.

Stjórnmálafræðingur segir í samtali við blaðið að niðurstöðurnar séu áfall fyrir forsætisráðherrann og að tölurnar bendi til þess að fólk nái engum tengslum við ráðherrann.

Aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni fá mun betri útkomu en forsætisráðherrann. Atvinnumálaráðherrann Mette Frederiksen mælist með meira traust og fjármálaráðherrann Bjarne Corydon kemur best allra út úr könnuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×