Erlent

Manchester-flugvelli lokað

Flugvöllurinn í Manchester var rýmdur og í kjölfarið lokað í morgun eftir að grunsamlegur pakki fannst í einni af byggingum hans.

Samkvæmt frásögn BBC hefur lögreglan girt af um stórt svæði fyrir utan flugvöllinn í öryggisskyni. Sprengjusérfræðingar skoða nú þennan grunsamlega pakka.

Talsmaður flugvallarins segir að aðgerðir lögreglunnar hafi ekki áhrif á flugumferð á flugvellinum.

Frétt BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×