Erlent

Árituð plata fór á 37 milljónir

Áritað eintak af bítlaplötunni Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band seldist á uppboði um helgina rúmlega 37 milljónir króna.

Platan er árituð af öllum fjórum meðlimum Bítlanna, John Lennon, Ringo Starr, Paul McCartney og George Harrison. Líklegt þykir að þeir hafi áritað hana í júní árið 1967, stuttu eftir að hún kom út.

Sá sem keypti plötuna vildi ekki koma fram undir nafni. Talið var að platan færi á tæplega fjórar milljónir króna en slegist var um hana og fór hún að lokum á 37 milljónir, eins og áður segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×