Erlent

Engin sprengja í Manchester

Flugstöðin í Manchester hefur verið opnuð á ný eftir að henni var lokað í morgun þegar lögreglumenn fundu grunsamlegan pakka í einni af byggingunum.

Flugstöðin var rýmd og var lokuð í fjóra klukkutíma á meðan sprengjusérfræðingar rannsökuðu pakkann. Ekki reyndist um sprengju að ræða, líkt og talið var í fyrstu.

Engar tafir urðu á flugi, til og frá flugvellinum, vegna þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×