Erlent

Dæmdur til dauða eða í lífstíðarfangelsi?

Það kemur í ljós í dag hvort að saksóknarar ætla að krefjast dauðarefsingar yfir James Holmes, tuttugu og fimm ára gömlum manni sem skaut 12 til bana og særði 58 í kvikmyndahúsi í Denver í Colorado fylki í fyrra.

Frá því að dauðarefsingar voru leyfðar í ríkinu fyrir 35 árum hefur einn fangi verið tekinn af lífi.

Fjölmiðlar vestanhafs telja líklegt að farið verði fram á að hann verði tekinn af lífi, þar sem hann hefur ekki viljað taka afstöðu til ákærunnar og neitar að tjá sig.

Í síðustu viku buðu verjendur Holmes saksóknurum að hann myndi lýsa sig sekann, gegn því að farið yrði fram á lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn.

Hvort að því tilboði verði tekið, kemur í ljós síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×