Erlent

Hóta að kveikja á kjarnakljúfum

Yfirvöld í Norður-Kóreu sögðust í nótt ætla að endurræsa kjarnakljúfa sem staðsettir eru í kjarnorkuveri í Yongbyon í landinu ef Bandaríkjamenn myndu ekki hætta heræfingum með Suður-Kóreumönnum síðustu vikur.

Spennan á milli landanna eykst með hverjum deginum og hafa yfirvöld í Norður-Kóreu lýst yfir stríði gegn Bandaríkjunum og Suður Kóreu.

Árið 2007 slökktu Norður-Kóreumenn á kjarnakljúfunum, en það var hluti af samkomulagi við Rússa, Kína og Bandaríkjamenn, til þess að binda endi á kjarnorkuáætlun landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×