Erlent

Einn af hverjum fimm með ADHD

Mynd úr safni
Mynd úr safni
Nærri lætur að einn af hverjum fimm drengjum í Bandaríkjunum hafi verið greindir með athyglisbrest og ofvirkni, eða ADHD eins og það heitir á enska vísu.

Tvöfalt fleiri drengir en stúlkur eru greindir. Þetta sýna tölur bandaríska heilbrigðiseftirlitsins frá árunum 2011 og 2012.

Tíðni ADHD í Bandaríkjunum hefur margfaldast á nýliðnum árum.

Í frétt um málið á vef bandaríska blaðsins New York Times segir að þessar tölur eigi vafalítið eftir að vekja ugg meðal margra bandarískra lækna.

Vafalítið muni sumir þeirra telja að börnin séu rangt greind og að lyf við ADHD séu ofnotuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×