Erlent

Nató þarf að aðstoða við tölvuglæpi

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins.
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins.
Atlantshafsbandalagið þarf að gera meira til þess að aðstoða aðildarríkin við að fást við tölvuglæpi. Þetta segir Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins.

Hann segir að bandalagið verði að aðstoða sérstaklega þau ríki sem geti ekki varið grunnstoðir sínar, svo sem bankakerfi, vatnsveitur og orkukerfi.

Hann segir að það þurfi að vera tiltækur hópur sérfræðinga sem geti veitt ríkjum aðstoð ef á þau verði ráðist.

Stóru ríkin hafi líklegast burði til að verja sig sjálf en ólíklegra sé að minni ríkin hafi það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×