Erlent

Taugagas fannst í Hollandi

Frá vettvangi í gær
Frá vettvangi í gær Mynd/AP
Fjórir hafa verið handteknir nærri bænum Maastricht í Hollandi vegna lífshættulegs taugagass sem talið er að fjórmenningarnir hafi falið í skógi þar.

Lögreglan leitar taugagassins með aðstoð efnafræðinga. Efnið, sem leitað er að, er svokallað sarín-gas.

Talið er að mennirnir hafi ætlað sér að eiga viðskipti sín í milli með gasið. Seint í gærkvöldi hafði leitin engan árangur borið.

Hinir handteknu eru á aldrinum 21 til 52 ára.

Lögreglan telur að þeir hafi ekki haft hryðjuverk í bígerð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×