Erlent

Tom Cruise gat ekki beðið eftir því að koma til Íslands

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tom Cruise er aðalleikari myndarinnar Oblivion.
Tom Cruise er aðalleikari myndarinnar Oblivion. Mynd/ AFP.
„Ég gat ekki beðið eftir því að komast til Íslands. Ég hafði aldrei komið til Íslands áður," segir stórleikarinn Tom Cruise. Hann kom hingað til lands síðasta sumar til þess að taka upp myndina Oblivion. Hann segir að það hafi verið stórkostlegt að vera hér á landi. „Við vorum þarna þegar það var bjart allan sólarhringinn," segir Tom Cruise enn fremur á myndskeiði sem birt hefur verið þar sem fjallað er um tökurnar.

Fallegar myndir af Íslandi eru birtar í myndskeiðinuog bæði Cruise og Joseph Kosinski, leikstjóri myndarinnar, hrósa landinu óspart fyrir fegurð þess.

Í myndinni leikur Tom Cruise mann að nafni Jack Harper, fyrrverandi hermann, sem er staddur á Jörðinni eftir að nánast öllu lífi hefur verið útrýmt. Hann bjargar fallegri konu, sem Olga Kurylenko leikur, eftir að hún brotlendir geimfari.

Oblivion verður frumsýnd á Íslandi þann 12. apríl næstkomandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×