Erlent

Áttræður ætlar á Everest

Áttræður Japani ætlar að ganga á Everest í næsta mánuði. Nái hann því - verður hann sá elsti í sögunni sem nær alla leið upp á topp.

Maðurinn heitir Yuichiro Miura og hefur farið fjórum sinnum í hjartaaðgerð. Tilraunin verður sú þriðja hjá honum en árin 2003 og 2008 reyndi hann, án árangurs, að ganga á þennan hæsta tind veraldar.

Miura mun fara ásamt níu manna teymi í gönguna. Hópurinn ætlar að fara sömu leið og Sir Edmund Hillary og Tenzing Norgay fóru árið 1953, en þeir voru þeir fyrstu sem náðu á toppinn.

Í samtali við fjölmiðla í Nepal í gær sagði Miura að það væri ekki takmarkið að setja heimsmet sem drifi hann áfram. Hann hefði einungis eitt markmið í lífinu og það væri að fylgja draumum sínum. Dramur hans hafi alltaf verið að komast á toppinn á Everest. Svo einfalt væri það.

Hjartasérfræðingur ætlar með honum á fjallað og mun fylgist með heilsu hans. Hópurinn stefnir á að ná upp á topp í næsta mánuði.

Sá elsti sem klifið hefur Everest heitir Min Bahadur Sherchan, sem var 76 þegar hann náði á toppinn árið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×