Erlent

Körfuboltamaður ákærður fyrir morð

Javaris Crittenton, fyrrverandi körfuboltaleikmaður í NBA deildinni, hefur verið ákærður fyrir að myrða 22 ára gamla konu í Atlanta í ágúst árið 2011.

Hann var handtekinn fljótlega eftir morðið en látinn laus gegn greiðslu tryggingagjalds. Þótt Crittenton hafi ekki verið mjög áberandi leikmaður lék hann með þremur liðum, það eru Los Angeles Lakers, Memphis Grizzlies og Washington Wizards.

Hann og Gilbert Arenas, liðsfélagi hans í Washington, ógnuðu hvor öðrum með byssum á aðfangadagskvöld árið 2009 eftir hatrammt rifrildi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×