Erlent

Með sautján hænur í ferðatöskunni

Hænurnar voru akurhænur
Hænurnar voru akurhænur
Þrjátíu og þriggja ára maður var handtekinn á flugvellinum í Manchester í Bretlandi á dögunum eftir að hann reyndi að smygla sautján hænum inn í landið.

Hænurnar faldi hann í ferðatöskum og tjáði tollvörðum að í þeim væru fatnaður. Þegar töskurnar voru skoðaðar nánar reyndust þrettán af hænunum sautján vera dauðar.

Í gær var maðurinn, sem er breskur, dæmdur til að sinna samfélagsþjónustu í tólf mánuði, samtals í 140 klukkustundir. Þá þarf hann að greiða 50 þúsund krónur í sekt.

Ástæðuna fyrir smyglinu sagði hann vera þá að honum þætti mjög gaman að hænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×