Erlent

Svínakjöt í lasagna-kjötréttum Ikea

MYND/GETTY
Húsagnaframleiðandinn Ikea í Svíþjóð tók alla lasagna-kjötrétti úr sölu um helgina eftir að svínakjöt fannst í réttunum.

Elgskjöt átti að vera í ofnréttunum, en það var afar vinsælt í Svíþjóð. Talsmaður Ikea sagði að réttirnir hefðu verið í sölu í umþaðbil mánuð áður en svínakjöt greindist í þeim.

Fyrirtækið fór leynt með málið en það var sænska Dagbladet sem fjallaði um málið á laugardaginn, þegar starfsmenn Ikea stóðu í ströngu við að fjarlægja réttina úr mötuneytunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×