Erlent

Dómurinn stendur: Amman dæmd til dauða

MYND/AFP
Hæstiréttur Balí hafnaði í dag áfrýjunarkröfu sextugrar konu frá Bretlandi sem dæmd var til dauða á síðasta ári fyrir fíkniefnasmygl.

Málið hefur vakið heimsathygli enda er konan, Lindsey Sandiford, fimmtíu og sex ára gömul og amma.

Hún var handtekin í maí á flugvelli í Balí þegar tollverðir fundu þrjú komma átta kíló af kókaíni í farangri hennar.

Í dómnum kemur fram að konan hafi með þessu eyðilagt ímynd Balí og veikt baráttu yfirvalda við fíkniefnavandann. Sandiford hefur ávallt neitað sök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×