Erlent

Harður árekstur í Hafnarfirði

Ökumaður bíls var fluttur á slysadeild Landspítalans eftir harðan árekstur tveggja bíla í Hafnarfirði á ellefta tímanum í gærkvöldi.

Hann mun ekki vera alvarlega slasaður.

Engan sakaði hinsvegar þegar ökumaður jeppa, sem dró kerru, missti stjórn á bílnum i hálku í Bakkaselsbrekku í nótt. Bíllinn festist utan í vegriði og þurfti aðstoð við að losa hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×