Erlent

Mögulegt að Norður-Kóreumenn sprengi kjarnavopn

MYND/AP
Talið er að Norður-Kóreumenn muni sprengja kjarnorkusprengju neðanjarðar á næstu dögum.

Yfirvöld í Suður-Kóreu greindu frá þessu í dag en þetta yrði fjórða tilraun Norður-Kóreu með kjarnavopn.

Síðasta tilraun þeirra hratt af stað hertari refsiaðgerðum gegn landinu.

Jafnframt er gert ráð fyrir að stjórnvöld í Norður-Kóreu skjóti meðaldrægum eldflaugum á loft í tilraunaskyni á næstu dögum til að minnast fæðingardags Kim-Il Sung, stofnanda Norður-Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×