Erlent

Þögn sló á Ísrael í tvær mínútur

MYND/AP
Ísraelar af öllum stigum þjóðfélagsins lögðu niður vinnu í dag og minntust þeirra sex milljón gyðinga sem féllu fyrir hendi nasista í seinni heimsstyrjöldinni.

Þögn sló á landið í tvær mínútur. Fjölmargar minningarathafnir fara fram í landinu í dag.

Helfararinnar er víðast hvar minnst þann tuttugusta og sjöunda janúar en á þeim degi frelsuðu sovéskir hermenn fanga í útrýmingarbúðunum í Auschwitz.

Ísraelar minnast þess aftur á móti þegar gyðingar í Varsjárgettóinu risu upp gegn nasistum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×