Erlent

Púðluhundur reyndist mörður á sterum

Argentískur maður keypti köttinn í sekknum á dögunum þegar hann hugðist næla sér í hreinræktaðan púðluhund á markaði í borginni Catamarca.

Þegar hann kom heim með dýrið áttaði hann sig á að allt væri ekki með felldu. Það kom síðar á daginn að hann hafði keypt það sem kallað er brasilísk rotta, eða mörð sem fengið hefur stera allt frá fæðingu.

Það var dýralæknir sem staðfesti þessar grunsemdir þegar eigandinn ætlaði að bólusetja dýrið.

Þó ótrúlegt megi virðast er þessi iðja víða stunduð í Suður-Ameríku, enda er púðluhundar afar eftirsóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×