Erlent

Óttast um 83 námuverkamenn

Unnið er að björgun mannanna, en ekki er vitað um ástand þeirra.
Unnið er að björgun mannanna, en ekki er vitað um ástand þeirra. Mynd/AP
Óttast er um líf áttatíu og þriggja námuverkamanna sem voru í fastasvefni þegar grjótskriða féll á vinnubúðir þeirra í nágrenni við Lhasa, höfuðborg Tíbets í gær.

Þúsund lögreglumenn ásamt slökkviliðsmönnum og læknum eru nú við björgunaraðgerðir á svæðinu en enginn hefur fundist á lífi. Svo virðist sem mörg þúsund tonnum af grjóti hafi rignt yfir dvalarstað mannanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×