Erlent

Um 1400 manns þurftu að yfirgefa Eiffelturninn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eiffelturninn var rýmdur í kvöld.
Eiffelturninn var rýmdur í kvöld. Mynd/ Gettty
Um 1400 manns þurftu að yfirgefa Eiffelturninn í um það bil tvo klukkutíma í kvöld eftir að ónafngreindur aðili hringdi inn og sagði að sprengja væri í turninum. Turninn var svo opnaður aftur eftir að leitarhundar höfðu farið um bygginguna án þess að finna neitt.

Frönsk yfirvöld hafa aukið viðbúnað gegn hryðjuverkum á undanförnum vikum eftir að fréttir bárust að því að franskir hermenn hefðu tekið þátt í baráttu gegn hryðjuverkamönnum, tengdum al-Qaida á Malí.

Milljónir manna heimsækja Eiffelturninn á hverju ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×