Erlent

Legkaka fannst á víðavangi

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Lögregla hefur áhyggjur af hinni nýbökuðu móður.
Lögregla hefur áhyggjur af hinni nýbökuðu móður. Mynd/Getty
Ílát undan rjómaís fannst á víðavangi í suðurhluta Lundúna í gær. Það væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að í ílátinu var legkaka úr konu. BBC greinir frá.

Hundaeigandi var að viðra hundinn sinn þegar hann fann ílátið skammt frá íþróttavelli, en svo virtist sem það hafi verið grafið í jörðu en grafið upp aftur af dýri. Sérfræðingar hafa skoðað ljósmyndir og telja legkökuna um tveggja vikna gamla, en sjálf er hún í rannsókn.

Lögregla hefur áhyggjur af því að hin nýbakaða móðir sé í vandræðum og biðlar til almennings um að láta vita strax, hafi einhver upplýsingar um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×