Erlent

Danska lögreglan handtekur 26 meðlimi glæpagengja

Búið er að handtaka 26 meðlimi glæpagengja þar á meðal Hells Angels og Bandidos í morgun í viðamiklum aðgerðum lögreglunnar í Kaupmannahöfn og á Sjálandi.

Lögreglan hefur ráðist inn í 50 íbúðir, klúbbhús og aðra íverustaði meðlima þessara gengja, þar af 20 staði í Kaupmannahöfn. Í dönskum fjölmiðlum segir að fundist hafi fimm skotvopn, töluvert af öðrum vopnum og mikið magn af reiðufé í þessum aðgerðum.

Fyrir utan lögreglusveitir úr þremur umdæmum hefur sérsveitin Task Force Öst tekið þátt í aðgerðunum sem og sérstök sveit frá danska skattinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×