Erlent

Öflugur jarðskjálfti skók Taiwan í nótt

Öflugur jarðskjálfti sem mældist sex stig skók Taiwan í nótt. Um 20 manns slösuðust í þessum skjálfta en hann olli því meðal annars að háhýsi sveifluðust til í höfuðborginni Taipei.

Vegna skjálftans lágu allar lestarferðir niðri á Taiwan um tíma, þar á meðal neðanjarðarlestakerfið í Taipei. Upptök skjálftans voru um 48 kílómetra austur af héraðinu Nantou.

Stórir skjálftar verða á Taiwan með reglulegu millibili. Einn þeirra upp á 7,6 stig árið 1999 kostaði um 2.400 manns lífið í Nantou.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×