Erlent

48 þúsund króna hámarksútekt

Öryggisgæsla við banka á Kýpur er mikil.
Öryggisgæsla við banka á Kýpur er mikil. Nordicphotos/Getty
Bankar á Kýpur opna á hádegi í dag, eftir að hafa verið lokaðir í tæpar tvær vikur. Fregnir herma að öryggisgæsla við fjármálastofnanir í landinu sé mikil.

Þá hafa fjölmiðlar á Kýpur greint frá því að reiðufé hafi verið flutt í seðlabanka landsins aðfaranótt miðvikudags og það með hjálp flutningabíla og vopnaðra lögreglumanna. Fjármálaráðherra Kýpur tilkynnti síðan í gær að einstaklingar gætu ekki tekið út meira en þrjú hundruð evrur á dag eða það sem nemur um fjörutíu og átta þúsund krónum. Sem fyrr eru fjármagnsflutningar úr landinu bannaðir.

Kýpur er fyrsti meðlimur evrusvæðisins sem innleiðir slíkar hömlur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×